Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 136
13C
Stjórnarbyltingin mikla i Rússlandi.
[Skirnir
ir. En afturhaldsstjórnin beitti nihilista mikilli harðýðgi
í stað þess að láta þá að mestu leyti afskiftalausa, og
gerði þá með því móti, er fram liðu stundir, að heipt-
úðugum samsærismönnum, er svifust einkis, þegar þvi
var að skifta. Arið 1866 veittu menn úr þeirra flokki
keisara tilræði. Stjórnin lét reiði sina bitna á blöðunum,
lærðu skólunum og háskólunum, er töldust liöfuðból nihi-
listahreyfingarinnar, enda tókst henni og að ráða niður-
lögum þeirra um stundarsakir.
Margir rússneskir mentamenn og konur, ersárgramd-
ist ástæðurnar heima fyrir, tóku, þegar hér var komið,
að iðka nám víð háskóla í Vesturlöndum og Mið-Evrópu,.
einkum við háskólann í Zúrich í Sviss. Þar urðu þau
fyrir töluverðum áhrifum ýmissa ákafra jafnaðarmanna
og stjórnleysingja, er höfðu sig mjög í frammi þessi ár
og áttu meðal annars mikinn þátt í hinni svonefndu
»kommunarda«-uppreisn í Paris vorið 1871. Nú tóku
rússneskir nihilistar, sem höfðu hingað til staðið lítt í
stórræðum, að hneigjast til ofbeldisverka og byltinga að
dæmi útlendra og innlendra byltingapostula; gengust þeir
byltingargarparnir Michael Bakunin og Lavron mest lyrir
því að beina löndum sínum inn á þá braut. Bakunin var
meira eða minna riðinn við margar byltingar, er áttu sér
stað hér í álfu fyrir og um miðja nítjándu öld. Hann
stofnaði með Karl Marx, hinum nafnkunna þýzka höfundi
jafnaðarmenskunnar, félagsskap þanu, er »Internationalet
nefndist. Sakir öfga og ofsa Bakunins skildu þó brátt
vegir þeirra Marx. Síðustu æfiár sín starfaði Bakunin
af miklu kappi að því að gera kenningar stjórnleysingja
kunnar áættjörðusinni. Hann er holdtekja rúss-
nesks byltingarhugar.
Þótt nihilistar færu misjafnlega langt, voru þeirsamt
allflestir á eitt sáttir um það, að ungir mentamenn og
konur ætti að samlaðast alþýðu, fræða hana og starfa að
útbreiðslu jafnaðarstefnunnar meðal hennar. Að hugur
fylgdi þar máli, má marka af því, að margt manna gekst
með eldlegum áhuga undir þetta starf og i þeirra tölu>