Skírnir - 01.01.1918, Síða 138
182
Stjórnarbyltingin mikla í Rússlandi.
Skirnir
»Jeg kem auga 4 mikið stúrhýsi, mjóar dyr á mórveggnum eru
galopnar, fyrir innan þær tekur við niðamyrkur. Á þröskuldiuum stend-
ur ung stúlka . . . rússnesk stúlka. Draugaleg rödd skýrir henni frá
skelfingum þeim og hættum, er hiði hennar fyrir innan þröskuldinn, en
hún svarar: »Eg veit það . . . eg er viðbúin«.
„Ertu lika við því búin að drýgja — glæp ?“ Hún hneigir höf-
uðið : »Lika við því“. — j,Yeiztu, að þú getur týnt trú þinni og kom-
ist að raun um, að þér hefir skjátlast og þú hefir til einkis lagt líf
þitt í sölurnar?11 „Það veit eg lika. En samt sem áður ætla eg inn“.
„Elón 1“ hvæsti einhver fyrir aftan hana.
„Helga mær“! kvað við einhversstaðar upp i loftinu.
Nú fóru hirtir svæsnustu nihilistar, er vér köllum
hyltingamenn, að láta miklu meira til sín taka en áður.
Varð stefna þeirra því næst ofan á um langt skeið, þótt
þeir væru fáliðaðir. Þeir vildu skjóta stjórn-
endum skelk í bringu með illræð is verk-
um og morðvígum og þröngva þeim til
þes.sað verða við þeimkröfum byltinga-
manna, að einvaldsstjórnin yrði afnumin
og tekin upp þingbundin stjórnarskipun. Fram-
kvæmdarnefnd, er nefndist »Þjóðviljinn« hafði á
hendi forustu þessara samsærismanna og hryðjumanna.
Hún annaðist um allan undirbúning tilræðanna, kvað upp
dauðadóma og hélt samsærismönnum til að fullnægja
þeim. Árin 1878—81 rak hvert tilræðið og morðvígið
annað, er nefnd þessi lét vinna. Stundum birti hún all-
löngu áður dauðadóma þá, er hún kvað upp yflr mönn-
um, er höfðu svikið byltingamenn í trygðum, og ýmsum
æðstu embættsmönnum ríkisins, er hún þóttist eiga sök-
ótt við. Stjórnin lét hart mæta hörðu. Hún lét her-
mannadóma, sem voru henni miklu auðsveipnari en kvið-
dómarnir, dæma. byltingarmenn, og þeir voru svo þús-
unum skifti dæmdir í útlegð til Síberíu og annara fjar-
lægra ríkishluta eða til lífláts. Loks sneru byltingamenn
reiði sinni á keisara, og hryðjuverkanefndin lýsti yfir því,
að hann hefði verið dæmdur til dauða. Síðan gaf hún út
aðra yfirlýsingu þess efnis, að hann mundi fá að halda
lífi, ef hann gæfí þjóðinni frjálsa stjórnarskipun. Á nokk-
urra ihánaða fresti gerðu byltingamenn þar næst þrjár