Skírnir - 01.01.1918, Síða 139
Skirnir] ' Stjórnarbyltingin mikla i Kússlandi. 133
árangurslausar tilraunir til þess að ráða keisarann af
dögum.
Alexander keisari 2. fól árið 1880 Loris Melikow hers-
höfðingja einskonar alræðismannsvald. Hann bældi tilræði
byltingarmanna niður með harðri hendi, en sá þó, að óhjá-
kvæmilegt mundi vera að skerða einvaldsstjórnina eitt-
hvað til þess að friða þjóðina og til þess að geta notið
aðstoðar hennar í viðureigninni við byltingamenn. Fyrir
fortölur Melikows félst keisari á að setja
ráðgjafarþing í Rússlandi, er skyldi kosið
sumpart af umdæmaráðum og borgarráðum (duma), sum-
part af keisara. Sama daginn sem hann bauð að birta
frumvarpið í blaði stjórnarinnar, ók hann út til þess að
vera viðstaddur við herskoðun. Var þá sprengikúlu varp-
að að vagni hans. Hann muldist og margt manna beið
bana eða særðist, en keisara sakaði ekki. Hann mælti:
»Látið mig líta á hina særðu«. En i sama vetfangi var
annari sprengikúlu kastað að fótum hans; hún sprakk, og
reið keisara og ýmsum öðrum mönnum að fullu 13. marz
1881.
Æfi Alexanders 2. lauk, eins og nú var sagt, erhann
var í þann veg að gefa Rússum vísi til stjórnskipunar-
laga. Vig hans var til mikillar ógæfu fyrir land og lýð.
Alexander 3. (1881—1894) sonur hans var vitgrann-
ur maður og fáfróðui, heldur einþykkur, en laut þó tíð-
um áhrifum sér fastlyndari manna. Hann stakk frum-
varpi föður síns undir stól og gat þess í ávarpi sínu til
þjóðarinnar, að sér væri skylt »að treysta og halda uppi
einveldi þvi, er hann hefði þegið af guði.« Loris Meli-
kow fór nú fiá, en ákveðnir apturhaldsmenn og einvalds-
sinnar tóku við stjórninni og náðu brátt föstum tökum á
keisara. Þeir neyttu allra bragða til þess að reisa rönd
við byltingamönnum, enda tókst þeim um stundarsakir
að sundra félagsskap þeirra og afstýra illræðisverkum.
En jafnframt hófst hin ríkasta og háskalegasta einvalds-
og afturhaldsstefna, er tók sér fyrir hendur að sam-
þýða k e i s a r a v e ld i ð og grísk- katólsku