Skírnir - 01.01.1918, Page 141
'Skirnir] Stjórnarbyltingin mikla i Rúgslandi. 135
að heita mátti ofurseld geðþótta þeirra. Á hinn bóginn lét
lögreglustjórnin sig litlu skifta siðspilling og mútugirni
Tússneskra embættismanna, svo að lestir þessir fóru í vöxt
i stað þes3 að þverra. Loks skerti stjórnin 4 ýmsan hátt
réttindi einstakra þjóða og þjóðflokka í ríkinu og bygði
út tungu þeirra og trú, en þröngvaði þeim aftur á móti
til þess að taka upp rússneska tungu og grísk-katólskan
sið. Verstri meðferð sættu þó nokkrir grísk-katólskir sér-
trúarflokkar og Gyðingar.
Á síðustu stjórnarárum Alexanders 2. höfðu rússneskir
bændur og borgarar komið af stað Gyðinga ofsóknum hér
og hvar i rikinu. Voru þær oftast nær sprottnar af þjóðar-
hatri, af hleypidómum og fáfræði, eða þá af því að mönn-
aim lék öfund á dugnaði Gyðinga og velgengni. En nú tók
stjórnin að snúast gegn þeim og skömmu eftir 1890 voru
þeir að undirlagi stjórnarinnar reknir svo þúsundum skifti
miskunarlaust burt úr mörgum borgum. Auk þess nutu
þeir i mörgum greinum ekki sömu réttinda sem aðrir rúss-
neskir borgarar og ekki allsjaldan lögðust yfirvöldin á eitt
með fáfróðri alþýðu að leika þá sem sárast.
Það var þvi engin furða þó þjóðir þær og trúarflokk-
ar, sem voru svo grátt leiknir af stjórninni, fyltust gremju
og hatri til hennar. Það jók á óánægju manna með stjórn-
ina, að henni fór illa úr hendi að ráða bót á ýmsum
vandkvæðum og vandræðum, er leiddi af uppskerubresti
og hallæri. Margir Rússar sem farið höfðu af landi burt
blésu eldi að kolunum með æsingaritum, er voru flutt inn
á iaun frá öðrum löndum eða prentuð í leyniprentsmiðjum
byltingamanna í Rússlandi. Alt þetta varð til að magna
mikla mótspyrnu á hendur stjórninni, og byltingamenn
tóku aftur að færast í aukana og vinna stöku vig. Mark-
mið þeirra var í öllum höfuðatriðum hið sama og frjáls-
lyndra manna, að fá stjórnskipunarlög og
þ j ó ð k j ö r i ð þ i n g. Meðal hinna mentuðu stétta fór
-að bóla á þeim hinum sömu kröfum og einstaka umdæma-
Táð dirfðist jafnvel að bera þær fram. Jafnvel sumir