Skírnir - 01.01.1918, Side 143
Skirnir] Stjórnarbyltingin mikla i Eússlandi. 137’
og öðrum afturhaldsmönnum þyrnir í augum. Arið 1899'
hafði keisari að undirlagi þeirra, en þvert ofan í stjórnar-
lög Finna, gefið út opið bréf, sem kvað svo á, að lög sem
vörðuðu alt ríkið og þar á meðal Finnland skyldu sett,
án þess að löggjafarþing Finna hefði þar hönd í bagga
með. Kom það fyrir ekki, að þingið mótmælti þessari
lögleysu og þjóðin sendi keisara 500 manna sendinefnd
með ávarp, til þess að fá hann til að taka aftur opna
bréfið, en meir en 520.000 Finnar höfðu skrifað undir
ávarpið. Síðan færði Rússastjórn sig upp á skaftið og
svifti þingið að kalla mátti löggjafarvaldi í málum,
sem að einhverju leyti snertu »hagsmuni ríkisins*,.
þó að þau væru í raun réttri finsk sérmál. Næstu ár þar
á eftir var Finnland svift hinum þarlenda her, sem þar
hafði verið til þessa, og jafnframt settar nýjar reglur um
liðsútboð; fundafrelsi manna var skert og kveðið svo ár
að stjórnarerindi og embættisbréf skyldu skráð á rúss-
nesku og rússnesk tunga kend i skólunum. Loks var:
Bobi'ilcoff iandstjóra í Finulandi falið alræðismannsvald.
Hófst nú mesta harðstjórn þar í landi: fjöldi dómara og
annara embættismanná voru reknir frá embættum, menn
voru fyrir litlar eða engar sakir færðir í fangelsi eða gerð-
ir landrækir, bréf manna voru hremd blöð og tímarit gerð
upptæk og skólum lokað. Allur þorri Finna andæfði stjórn-
iagarofinu og lögleysunum með staðfestu og stillingu, em
varaðist ofrikisverk.
Kákasuslönd byggja auk Tattara og Rússa allmargir
kristnir Armeniuraenn. Sumir þeirra höfðu lagt lag sitt við
rússneska byltingamenn, en i hefnda skyni svifti Rússa-
stjórn kirkju þessara Armeníumanna eignum sínum og
amaðist við tungu þeirra á ýmsan hátt og lét loka skól-
um þeirra.
Árið 1903 og næstu ár á eftir gengu miklar Gyðinga-
ofsóknir og manndráp í ýmsum borgum Suður- og Vestur-
Rússlands. Fjöldi manna misti þar líf sitt og aleigu og
aðrir flýðu allslausir til Ameríku. Það varð aldrei upp-
víst, hverir voru frumkvöðlar þessara illræðisverka, en-