Skírnir - 01.01.1918, Síða 144
138
Stjórnarbyltingin mikla i Rússlandi.
[Skirnir
ýmislegt bendir á, að rússneskir embættÍRmenn og leyni-
lögreglan hafi verið við þau riðnir. Það er vist, að keis-
ari veitti mönnum oft og einatt uppgjöf saka, er voru
dæmdir fyrir Gyðinga morð og ofsóknir.
Lengifram eftir 19. öldinni lét þorri rússnesku þjóðarinn-
ar sig litlu skifta frelsisþrá og frelsisbaráttu umbótamanna
og byitingagarpa. En nú tóku víðtækar breytingar á at-
vinnubrögðum þjóðarinnar og þegnfélagshögum smám
saman að ryðja sér til rúms, svo að almenningur fór loks
að hallast á sveifina með frjálslyndum mönnum og styðja
viðleitni þeirra. Skulum vér því næst gera stuttlega grein
fyrir breytingum þessum.
Alllengi hafði hagur bænda víðast hvar á Rússlandi
farið heldur versnandi en batnandi, þrátt fyrir ýmsar land-
ibúnaðarumbætur, er upp voru teknar. Lágu til þess ýms-
ar orsakir, svo sem úreltar yrkingaraðferðir, offjölgun
fólks, afarháir skattar og skyldur og misrétti það sem
bændur áttu við að búa. Loks voru jarðarskikar þeir,
sem þeir höfðu til framfæris sér og hyski sínu, oft og ein-
att svo litlir, að þeir gátu ekki framfleytt þeim og fólki
þeirra. Menn fóru því að bera saman ráð sín um, hvernig
mætti takast að bæta kjör bænda. Töldu þá sumir heppi-
legast, að bændur eignuðust allar jarðeignir í landinu, en
aðrir héldu því fram, að sameign væri æskilegust. Bænd-
ur tóku slíkum kenningum vel, eins og við var að búast,
og hafa þær grafið um sig siðar. A ýmsum stöðum, eink-
um í Suður-Rússlandi vöktu bændur allmiklar óspektir.
En yfirleitt voru þeir enn einkar hollir keisara og höfðu
fyrir satt, að þeir væri honum í alla staði fylgjandi, þótt
þeir ættu í brösum við stóreignamenn og embættismenn
og gerðu smá uppþot. Hvað sem öðru líður, þá var hér
risið upp mikið vandamál, sem var erfitt viðureignar;
einkum er þess er gætt, að í Rússlandi sjálfu eru bændur
fjölmennari en nokkur önnur stjett. Telst mönnum að
af ibúatölu Rússlands sjálfs, sem er um 93 miljónir manna,
séu 78—80 miljónir bændur.
Fram til 1861 var iðnaður Rússlands lítill og skamt