Skírnir - 01.01.1918, Síða 145
'Skirnir] Stjórnarbyltingin mikla í Rúeslandi. 139
Á veg kominn, en eftir leysing bændaánauðarinnar fer að
smálifna yfir honum. Nú gafst bændum kostur á að setj-
ast að í borgunum og leggja fyrir sig iðnað; stóreigna-
menn lögðu fé það er þeir fengu fyrir jarðir sínar í verk-
smiðjur og mikil iðnaðarfyrirtæki, og loks studdi stjórnin
þenna iðnaðarvísi með verndartollum og bættum sam-
göngufærum. Eftir 1890 tók Witte fjármálaráðherra sjer
fyrir hendur að styðja og efla rússneskan iðnað, og við
það fleygði honum stórum fram. Witte fjekk útlenda
auðmenn til þess að gangast fyrir stofnun margvíslegra
iðnaðarfyrirtækja, Ijet ríkið taka stór lán í útlöndum,
einkum i Frakklandi, til þess að koma upp iðnaðinum, og
leggja járnbrautir víðsvegar um ríkið, meðal annars um
Síberíu. Þessi ár tók alls konar vefnaðar- og járniðnaður
afarmiklum framförum. En eftir þvi sem iðnaðurinn
efldist, fjölgaði íbúum margra borga, er margir verka-
menn og iðnaðarmenn fluttust til þeirra og settust þar að.
Á tólf árum, frá 1885—1897, fjölgaði íbúum í Pétursborg,
Moskva, OdeBsa, Warschau og Lodz um 1 miljón og í tíu
öðrum borgum tvöfaldaðist íbúatalan á sama tíma. En
viðkoma þessi jók mjög tölu þurfamanna og öreiga o g
nú tók fjölmennur öreigalýður að rísa
upp í iðnaðarborgum og stórborgum Eúss-
1 a n d s, eins og lengi hafði verið í hinum miklu iðnaðar-
borgum Vesturlanda.
Þó að stjórnin teldi sér skylt að setja að dæmi ann-
ara þjóða lög til þess að tryggja líf og heilsu verka-
manna og bæta kjör þeirra, þá var eftirlitið með verk-
8miðjunum heldur bágborið og lögunum slælega framfylgt,
og rússneskir iðnaðarmenn og verkamenn hafa því löng-
um átt við slæm kjör að búa. Þrátt fyrir bann stjórnar-
innar tóku verkamenn að stofna leynifélög til þess að
að gæta hagsmuna sinna og áður en langt um leið hófust
allmikil verkföll f fyrstu voru þau eingöngu liafin til
þess að hækka laun verkamanna, en ekki til þess að afla
þeitn stjórnmálaréttinda eða greiða jafnaðarmenskunni
. götu, eins og verkföll í Vesturlöndum hafa oft og einatt