Skírnir - 01.01.1918, Page 146
140 ' Stjómarbyltingin mikla i Rússiandi. [Sklrnir
beinst að. En samt sem áður tók nú smám saman að rísa
upp í Rússlandi verkamannaflokkurmeð jafn-
aðarmensku stefnuskrá. Verkamenn af Gyð-
inga kyni stofnuðu fjölment verkamannasamband, er hélt
fram skoðunum byltingamanna og jafnaðarmanna. Komu
stjórninni þannig í koll ofsóknir þær sem að framan er
getið. Loks bundust stúdentar og ungir mentamenn, er
áttu líka stjórninni grátt að gjalda, samtökum við verka-
menn. Þegar verkföllin tóku að ágerast og stjórnin beitti
hins vegar verkfallsmenn harðýðgi, fór þeim að verða í nöp
við einveldið. Mátti af ýmsu ráða, að hér var að hefjast hreyf-
ing, er var líkleg til þess aðráðafyreðasíðarniðurlögumþess.
Plehve innanríkisráðherra og ihaldssamir landbúnað-
menn (agrarar) voru mjög andvígir atvinnumálastefnu
Witte’s og lögðust fast á móti honum. Varð Witte undir
í þeim viðskiftum og varð að fara frá 1903.
Víða í ríkinu voru enn sem fyr töluverðar viðsjár, sem
voru sprottnar af pólitískum orsökum og bágum þegnfé-
lagshögum og af rig þeim sem einatt gerir vart við sig
milli hinna mörgu og sundurleitu þjóðerna ríkisins. í um-
dæmaráðunum fóru andstæðingar stjórnarinnar að láta
aftur til sín taka, hins vegar voru frjálslyndir menn og
byltingamenn enn sem fyr ekki á eitt sáttir og greindust
í marga smáflokka. En þá hleyptu ófarir Rússa í styrj-
öldinni við Japana 1904—1905 ríkinu í uppnám og:
komu þjóðinni til að hefjast handa gegn hinni illu
og ónýtu stjórn, svo að henni virtist vera við falli
búið. Sumarið 1904 voru nokkrir meiri háttar menn
ráðnir af dögum, svo sem Plehve innanríkisráðherra og
Bobrikoff landsstjóri í Finnlandi, sem höfðu verið máttar-
stólpar einveldisins. Og eftir því sem leið á ófriðinn og
menn gátu þreifað á siðspillingu herstjórnar- og umboðs-
stjórnarinnar og hinu gegndarlausu manntjóni og fjártjóni
er ófriðurinn bakaði þjóðinni, varð hún hamstola af heift
og bræði. Víða í ríkinu voru mikil brögð að hermanna
uppþotum og verkamanna óspektum og helztu andstæðinga-
flokkar stjórnarinnar tóku höndum saman'. Keisari og