Skírnir - 01.01.1918, Page 147
Sklrnir]
Stjórnarbyltingin mikla i Rússlandi.
141
ráðuneyti hans voru ráðþrota. Eftir víg Plehve’s virtist
keisari jafnvel ekki ótilleiðanlegur til að fara að ráðum
umbótamanna og gefa þegnum sinum stjórnarbót; en gegn
umbótamönnum stóð afturhaldssamur hirðgæðingaflokkur,
«r leiddi honum fyrir sjónir, að hann gengi á krýningar-
eið sinn og bryti bág við skyldurnar við kirkjuna, ef hann
afsalaði sér einveldinu. Fór hér sem oftar: hann gat ekki
komið sér niður á, hvað gera siyldi og gat því ekki við
neitt ráðið.
Umdæmaráðin stofnuðu í fyrsta skifti til sameiginlegs
fundar í Pétursborg haustið 1904. Allir fulltrúar sem þar
voru samankomnir komu sér saman um, að h e i m t a
tryggingu fyrir friðhelgi e i n s t a k 1 i n g s-
ins, trúfrelsi, prentfrelsi og rétt til að
■stofna félög, halda mannfundi og gera
"verkföll. Þá vildu þeirog, aðlögingengi
jafnt yfir alla, og að einveldið og hin
rika skrifstofustjórn væri afnumin, en
vald sveitastjórna og héraða aukið og
sett á stofn þjóðfulltrúaþing, er hefði
fjárveitingarv.ald og hlutdeild í löggjaf-
arvaldinu. Meiri hluti fundarmanna vildi að þing
þetta hefði einnig fult ályktunarvald og að kosningar til
þess væri almennar, beinar og leynilegar. Um sömu mund-
ir áttu fulltrúar hinna ýmsu æsinga- og byltingaflokka
fund með sér í París og urðu ásáttir um, að setja efst á
stefnuskrá sina frjálsa lýðvaldsstjórn, er væri grundvölluð
-á almennum kosningarrétti, sem og að hin ýmsu þjóðerni
settu að ráða sér sjálf. Nokkru síðar bundust bændur
einskonar félagsskap og á fundum þeirra var þess kraflst,
að almennur kosningarréttur væri lögleiddur og að jörð-
■um yrði skift upp milli ábúenda þeirra. Eru samþyktir
þessar allmerkilegar, er þær eru skoðaðar i sambandi við
viðburði þá og byltingar, sem nú eru að gerast í Rússlandi.
Stjórnin var sem fyr á báðum áttum. Annað veifið
hét hún miklum og margvíslegum umbótum, en hitt veifið
lýsti hún yfir því, að ekki væri takandi í mál að skerða