Skírnir - 01.01.1918, Page 148
142 Stjórnarbyltingin mikla í Rússlandi. [Skirnir'
einveldi keisarans. En því reikulli sem stjórnin var f
ráði sínu, að því skapi voru frelsiskröfur þær ákveðnari,
er bornar voru fram á ýmsum fundum, er haldnir voru
um þessar mundir víðsvegar í ríkinu. En þá bárust fregn-
ir um nýjar ófarir í viðureiginni við Japana og við það
varð almenningur enn tryltari.
I janúar 1905 varð Port Arthur að gefast upp. Jafn-
skjótt sem tiðindi þessi spurðust, hófu verkamenn í Péturs-
borg mikið verkfall. Var preatur einn, Gapon, sem var
mikill trúnaðarmaður verkamanna, allmikíð við það rið-
inn. En annars er mönnum engan veginn fullkunnugt
um afstöðu hans til verkfallsins.
Verkfallsmenn afréðu að fara í skrúðgöngu til vetrar-
hallar keisara og fiytja honum bænarskrá um breyting á
stjórnarskipun ríkisins og tjá honum vandkvæði sín. Allir
voru þeir vopnlausir og höfðu ekki haft neinn uppreisnar
viðbúnað.
Bréf það er Gapon skrifaði keisara í nafni verkfalls-
manna hljóðaði svo:
„Keisari! ætlaðn ekki, að ráðherrar þinir segi þér satt frá ástandi
þjóðar þinnar og rlkisins. En þjóðin ber örugt traust til þin og hefir
afráðið að safnast saman fyrir framan vetrarhöllina á morgun kl. 2 e. b.
og tjá þér eymd sína.
Ef þn ert hverflyndur og gefur þjóðinni ekki kost á að sjá þigi
þá slitur þú í sundur hið siðferðislega band milli þin og þjóðarinnar.
Traustið til þin mun fjara út, ef blóði sakleysingja verður úthelt milh
þin og þjóðarinnar.
Láttu þjóð þína fá að sjá þig á morgun og taktu við bænarskrá
vorri.
Eg fulltrúi verkamanna og mínir hraustu samverkamenn ábyrgjumst
þér fulla friðlielgi11.
Sunnudaginn 22. janúar hófu verkamenn með góðn
skipun göngu sína til vetrarhallarinnar. í broddi fylk-
ingar fóru leiðtogar þeirra með fána og myndir af sankti
Pétri og keisara. Fremstur allra gekk Gapon í skrúða og
með Andrésar krossmark í hendi. Þegai' mannfjöldinu
nálgaðist höllina, voru hersveitir þar fyrir og heftu för
hans. Þegar hann sótti engu að siður fram og æpti há-
stöfum: »Til keisara, til keisara«, skutu hermennirnir hvað