Skírnir - 01.01.1918, Síða 149
Skírnir]
Stjórnarbyltingin mikla í Kússlandi.
14£
eftir annað á hann. Um kvöldið lágu um þrjár þúsundir
fallinna og særðra verkamanna, þar sem fundi þeirra og
hermannanna hafði borið. saman. En keisari hafði nótt-
ina áður yfirgefið höllina af ótta við tilræði og byltingarr
sem hljótast kynni af förinni, og falið Wladimir stórfursta,
föðurbróður sínum, að taka á móti verkamönnum. Það
leysir liann samt ekki undan hinni siðferðislegu ábyrgð á.
óhæfuveiki þessu.
Gapon var myrtur nokkru síðar, að því er sumir
8egja af rússneskum byltingamönnum, af því að hann
þótti hafa svikið þá, en aftur á móti hafa aðrir fyrir satt,.
að leynilögreglan hafi stytt honum aldur eftir boði stjórn-
arinnar.
En trúnaðartraust verkamanna oj alþýðu til keisara
var, sem vonlegt var, þrotið með öllu, er bænarskrá þeirra
var svarað á þessa leið.
Þegar þessi ógnartíðindi spurðust, fyltust frjálslyndir
Wenn, hverju nafni sem þeir nefndust, heift og bræði, og
róstur hófust víðsvegar í rikinu. í Moskva var einn af
föðurbræðrum keisara veginn og ,í Póllandi, Eystrasalts-
löndum, í Finnlandi, með Gyðingum og A.rmeníumönnum
voru viðsjár svo miklar, að stappaði nærri uppreisn.
Nýjar hrakfarir í viðskiftunum við Japana og vax-
andi skærur og byltingar, sem af þeim leiddi, komu loks
keisara til að gefa út opið bréf í ágústmánuði 1905,.
er gaf fyrirheit um umbætur á stjórnarskipuninni og að
þjóðkjörið þing skyldi sett á stofn, er ríkisdúma
Qefndist. En þvi var markaður þröngur verkahringur og
kosningarrétturinn var alltakmarkaður.
Mönnum gazt lítt að hinum fyrirheitnu umbótum. Til
þess að knýja fram enn riflegri umbætur, tóku andstæð-
ingar stjórnarinnar að stofna til mikilla pólitískra
v e r k f a 11 a, er verkamenn tóku ekki að eins þátt i,.
heldur einnig starfsmenn við járnbrautir, póstflutninga og
síma, læknar, málfærslumenn og lyfsalar. Á Finnlandi
fengu frjálslyndir menn og jafnaðarmenn, er lögðust á eitt,.
fullan sigur, eins og kunnugt er. Haustið 1905 kiptu þeir-