Skírnir - 01.01.1918, Síða 150
;144 Stjórnarbyltingin mikla i Rnsslandi. [Skírnir
með allsherjar verkfalli, er menn af öllum stéttum og öll-
um ílokkum tóku þátt í, á fám dögum fótunum undan
allri stjórn Kússa þar í landi, án þess nokkur maður léti
liflð. Keisara þótti þá ráðlegast að fella tilskipanir Bobrikovs
úr gildi og viðurkenna stjórnarráð (senat), er Finnar höfðu
sjálfir skipað meðan á byltingunni stóð.
Stjórnin varð nú enn tilhliðrunarsamari við andstæð-
inga sína. Skipun alríkisstjórnarráðsins var breytt og
Witte var skipaður forsætisráðherra. Með auglýsing keis-
.ara 30. október 1905 var dúmunni veitt löggjafarvald, en
þó án réttar til þess að bera upp lagafrumvörp, heldur
skyldi þau öll lögð fyrir þingið af stjórninni; mönnum var
einnig heitið rýmkun á kosningarréttinum og efndi stjórn-
in síðar það heit.
Þessar ráðstafanir sem nú voru taldar sefuðu menn í
svip. En er bið varð á því, að dúmunni var stefnt sam-
un og 8tjórnin hélt uppteknum hætti að brjóta lög á mönn-
um og beita þá ofríki, fyltust menn á ný mikilli bræði.
Kak nú hvert tilræðið annað við trúnaðarmenn stjórn-
arinnar, bændur gerðu víða uppþot og byltingamenn urðu
jafnvel vongóðir um, að herinn mundi bregða trúnaði við
keisara og fylla flokk þeirra. En sú von brást í þetta
sinn, eins og uppreisn sú sýndi fyllilega, er lýðvaldssinnar
og verkamenn vöktu í Moskva í árslok 1905. Yfir höfuð
þótti stjórnin hafa sýnt litla festu og röggsemi í afskift-
um sínum af stjórnskipunarmáiinu. Allir flokkar báru að
, heita mátti megnasta vantraust til hennar og höfðu ímugust
á henni. Pobjedonostzew, er áður hefir verið getið, og
lengi hafði verið sterkasta stoð einveldisins, varð svo
reiður októberauglýsing keisara, að hann lagði niður em-
bætti sitt til þess að mótmæla »syndafalli Rússlands og
skrælingjahætti«. Varð nú Witte að fara frá. '
Eftir vígasunnudaginn mikla hafði Nikulás 2. lifað í
mikilli einveru í Zarskoje Selo, sumarbústað keisara í
grend við Pétursborg. Hann sökti sér nú niður í dul-
magnatrú og andatrú og tók, að því er sagt er, dag hvern
þátt í andatrúarsamkomum, er haldnar voru i höllinni.