Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 154
148 Stjórnarbyltingin mikla i Sússlandi. [Skirnir
áköfum afturhaldsmönnum og svæsnum byltingamönnum
fjölgað töluvert. Lenti brátt í miklum deiium milli dúm-
unnar og stjórnarinnar, einkum eftir að uppvíst varð um
samsæri gegn keisara og keisaraefni, er stjórnin kvað
nokkra þingmenn jafnaðarmanna hafa verið við riðna og
heimtaði þá framselda. Þegar dúman vildi ekki verða
við þessari kröfu, rauf stjórnin þingið í annað sinn sum-
arið 1907. En nú var hinum æðri stéttum farið að þykja
nóg um byltingaranda þingmanna og vald og áhrif stjórn-
arinnar höfðu aukist; andstæðinga stjórnarinnar greindi
aftur á móti á um mýmörg mál og þeir voru sjálfura sér
sundurþykkir. í trausti til þess rauf Stolypin stjórnar-
skipunarlögin, er keisari hafði sett af fullveldi sinu, og
breytti kosningarlögunum. Með breytingu þessari vildi
hann bæði fjölga íhaldsmönnum í dúmunni og gera hana
ihaldssamari og rússneskari í anda. . En jafnframt lék
honum hugur á, að fækka fulltrúum þeim, sem sumar
aðrar þjóðar ríkisins áttu í dúmunni, því að sumir þess-
ara fulltrúa höfðu hingað til reynst einhverir ákveðnustu
andstæðingar stjórnarinnar.
Kosningarlagabreytingin hafði þann árangur, sem stjórn-
in hafði ætlast til, og andstæðingum hennar tókst ekki
að koma í veg fyrir að kosið væri eftir hinum nýju kosn-
ingarlögum. Þegar hið nýkosna þing, ef þing skyldi kalía,
kom saman haustið 1907, voru afturhaldsmenn og íhalds-
menn í miklum meiri hluta, en stjórnarandstæðingar voru
til samans ekki nema um 100 að tölu. Samvinnan milli
dúmunnar og stjórnarinnar var nú allgóð, þótt þeim bæri
ýmislegt í milli. En auðvitað hneigðust flestar ráðstafan-
ir stjórnarinnar til íhaldssemi og afturhalds.
Stolypin veitti stjórninni forstöðu til 1911, er hann
var myrtur að undirlagi leynilögreglunnar. Hann var
þrekmikill maður og harðgeðja, eins og áður hefir verið
sagt, og hélt fram ákveðinni stefnu í stjórn sinni: hann
'Vildi bæla niður öll uppþot og byltingar með harðri hendi,
og þröngva, eins og fyr, ráði þeirra þjóðflokka, er voru
ekki rússneskir að þjóðerni eða annarar trúar en grísk-