Skírnir - 01.01.1918, Síða 155
gkírnir] Stjórnarbyltingin mikla i Eússlandi. 149-
katólskrar, en jafnframt vildi hann koma á ýmsum um-
bótum, er gæti eflt og treyst ríkið. Honum tókst og að
rétta rikið stórum við þau fáu ár sem hann var forsætis-
ráðherra. Hann bætti fjárhag ríkisins, er var í mesta
ólestri eftir ófriðinn við Japana og byltinguna 1905, hann
lét sér umhugað um að gera umboðsstjórnina betri og hag-
feldari og jók eftirlitið með embættismönnum ríkisins.
Varð þá bert hversu siðspilling og valdamisbeiting eiga
sér djúpar rætur hjá hinni rússnesku þjóð. Hann fékk
og sefað nokkurn veginn ofsa og ofbeldisverk byltinga-
manná, en merkilegastar voru samt búnaðarumbætur þær
sem hann og Krivoschein landbúnaðarráðherra gengust
fyrir og síðar var haldið fram af eftirmönnum Stolypins,
forsætisráðherrunum Kokoiczow og Goremykin. Umbætur
þessar hnigu að þvi, að byggja út samyrkju
bænda, er hafði gefist illa, sem og aðþví,
að gera þá að sjálfseignarbændum með því
að skifta ýmsum ríkiseignum og stóreignum aðalsmanna,
sem stjórnin hafði látið kaupa, niður í smærri jarðeignir,
er »bændabankinn« studdi svo bændur tii að eignast.
Sumir sem liafa kynt sér umbætur þessar láta raikið yfir
þeim, en sumir telja þær að eins góða byrjun til þess að
rétta við hag bænda.
Stolypin og eftirmenn lians, er fyr voru nefndir, voru
aftur á móti andvígir allri viðleitni, er beindist að því að
auka stjórnmálaréttindi almennings. Dúman lagðist á eitt
með þeim, enda voru íhaldsmenn og afturhaldsmenn þar
lengi í allmiklum meiri hluta. Annars heflr liin svonefnda
airússneska stefna, erbýstað steypaöll-
u m slafneskum þjóðum saman í einaheild
undir forræði Rússa ráðið miklu um aðgerðir
stjórnar og dúmu bæði í innanlands og utanríkismálum.
En hún hefir komið einkar hart niður á ýmsum þjóðum
rikisins, sem eru ekki rússneskar að þjóðerni. Þanuig hafa
Gyðingar eins og fyr orðið fyrir miklutn ofsóknum. Pólverj-
ar hafa fengið að kenna á margvíslegri harðýgi og 1908
skipaði stjórnin svo fyrir, að í unglingaskólum Pólverja skuli