Skírnir - 01.01.1918, Page 156
160 Stjórnarbyltingin mikla i Rússlandi. [Skirnir
rússneskir kennarar hafa á hendi fræðslu í sumum grein-
um og skuli fræðslan fara fram á rússnesku. ÁFinnlandi
hefir sótt aftur í sama horfið, er var þar um og eftir síð-
ustu aldamót. Alríkiástjórnin hefir hvað eftir annað skert
valdasvið finska þingsins með lögum sem dúman hefir
sett. Það er og segin saga, að hin einkar frjálslega stjórn-
arskipun er Finnar tóku upp 1906 kom illa heim við
hina ríku rússnesku einvaldsstjórn sem hin alkunna frakk-
neska skilgreining komst svo að orði um, að morðvigið
eitt fái skert hana (le despotisme temperé par l’assassinat).
Að endingu skal vikið stuttlega að utanríkismálastefnu
Rússa á síðari stjórnarárum Nikulásar 2., að svo miklu
leyti sem hún átti þátt í að koma heimsstyrjöldinni miklu
af stað, en hún varð aftur á móti til þess að steypa keis-
ara af stóli og koma á stjórnarbylting þeirri, er síðari
þáttur ritgerðar') þessarar fjallar um.
Þegar Rússar tóku að rétta við eftir ófarirnar í styrj-
öldinni við Japana og innanlandsbylting þá, sem af þeim
leiddi, fóru þeir smámsaman að láta stjórnmál Evrópu meir
til sín taka en áður. Þegar Austurríki haustið 1908 inn-
limaði Bosniu og Herzegovinu þvert ofan í samþyktir þær,
er gerðar voru á Berlínarfundinum 1878, vakti það sem
vonlegt var mikla gremju hjá Serbum. Þeir höfðu gert sér
von um, að landshlutar þessir, er Serbar byggja að mestu
leyti, mundu með tímanum hverfa undir Serbíu. Létu
Serbar allófriðlega og Rússar gerðu sig liklega til að fylgja
þeim að málum. En Þjóðverjar lögðust þá á eitt með
Austurrikismönnum og þröngvuðu Serbum og Rússum til
þess að leggja samþykki á innlimunina (1909). Þóttu
Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa vaxið mjög af þess-
um málum, en Rússar og bandamenn þeirra sett niður.
') Heiinildarrit þau Rem eg hefi notað við samning ritgerðar þess-
arar eru: J. A. Fridericiœ. Udsigt over den politiske Historie. Fra 1848
til Nutiden, 2. Udg. Schlesinger: Russland in XX. Jalirhundert
1908; Zilliacus: Revolution ock Kontrarevolution i Russland, 1912.
Reinhold Mac: Revolutionen i Rusland 1917. Vogel-Jörgensen: Ras-
putin 1917. Auk þess hefi eg stuðst við nokkrar greinar i útlendum.
blöðum og timaritum.