Skírnir - 01.01.1918, Page 158
162 Stjórnarbyltingin mikla í Rásslandi. [Skirnir
Annars kaus öll alþýða manna á Kússlandi, eða bænd-
ur og verkamenn, að fá að lifa í friði, en einvaldsstjórnin
lét nú ekki einu sinni svo lítið að gefa vilja þeirra nokk-
urn gaum. Hins vegar voru margir mentamenn og at-
vinnurekendur, sem hneigðust að alrússnesku eða öllu
heldur alslafnesku stefnunni, litlir vinir Þjóðverja, er þeir
töldu erfiða og ónærgætua keppinauta í öllum viðskiftum.
Þeir vildu að Rússland kastaði eign sinni á Konstantino-
pel og Hellusund og svifti af sjer samkepnisfjötrum Þjóð-
verja. Kváðu þeir Rússa sjálfkjörna til þess að gerast
forvígismenn slafnesku þjóðanna í baráttunni við Ger-
mana. Svo árum skifti liöfðu Rússar og aðrir Slafar, er
voru fylgjandi alslafnesku stefnunni komið af stað mikl-
um undirróðri og æsingum með smærri slafneskum þjóð-
um á landamærum Rússlands, einkum þeim er töldust til
Austurríkis og Ungverjalands.
Vig Fránz Ferdinands ríkiserfingja í Austurríki og
konu hans, er voru myrt í Sarajevo í Bosniu 28. júní-
mánaðar 1914, var eins og kunnugt er afleiðing af margra
ára æsingum og viðsjám í þessum ríkishluta. Við rann-
sókn þá, er hafin var út af vigunum þóttist stjórn Aust-
urríkis liafa fengið sannanir fyrir því, að undirróður og
æsingar Serba í Bosniu hefðu átt mikla sök á því, að vig-
in voru unnin, og bjóst nú að »hirta« Serba fyrir fornan
fjandskap og nýjan. Serbar leituðu ásjár Rússastjórnar.
Hún réð þeim til að taka liðlega í kröfur Austurríkis, en
hét þeim liðvéizlu sinni, ef tii kæmi. Serbar fóru að
ráðum Rússa og gengu í svari sínu að því nær öllum skil-
yrðum þeim, er Austurríkismenn höfðu sett þeim. En
stjórn Austurríkismanna vildi, þó undarlegt megi heita,
ekki þekkjast boð Serba og sagði þeim stríð á hendur 28.
júlímánaðar. Sama dag eða degi siðar tóku Austurrikis-
menn og Rússar að vígbúa lieri sína. Leikur nokkur efi
á, hvorir hafi átt upptökin. Þó er svo að sjá sem Rússa-
keisara hafi verið allmikið áhugamál, að friður héldist,
en hafi verið beittur brögðum af hermálaráðherra síuum
og öðrum ófriðarsinnum. Að minsta kosti hefir Suchomlin-