Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 159
Skirnir]
Stjórnarbyltingin mikla i Rúsalandi.
153;
ow fyrv. hermálaráðlierra játað það í prófum þeim, er
haldin voru yfir honum síðastliðið sumar eða haust við
rikisráðsdóminn í Petrograd, að hann hafi haft að engu
símaskipun keisara frá aðfaranótt þess 30. júlí1), er hauð
honum að afturkalla fyrirskipunina um almennan vig-
búnað, er keisari hafði skrifað undir þá um daginn.
En Suehomlinow lét ekki þar við staðar numið, held-
ur símaði hann oddvita herstjórnarráðsins, að hafast ekk-
ert að, þ. e. að halda áfram vígbúnaðinum. Morguninn
eftir laug hann því að keisara, að vígbúnaður hefði ein-
ungis farið fram í suð-vesturhéruðum ríkisins (þ. e. á
landamærum Austurrikis). Daginn eftir bar saman fund-
um þeirra Suchomlinows, Sasonows og oddvita herstjórn-
arráðsins og á 10 mínútum fastréðu þeir að ekki skyldi
hætta við vígbúnaðinn. Sama dag tókst þeim einnig að
koma keisara á þá skoðun. Hafa sumir viljað fullyrða,
að þeim hefði aldrei tekist það, ef Rasputin hefði þá ver-
ið á uppréttum fótum; en hann var þá alíþungt haldinn
af sári sem alþýðukona ein, er var sett til höfuðs honum,
hafði sært hann. Fregnin um almennan vigbúnað Rússa
virðist hafa komið allflatt upp á þýzku stjórnina. Hún
sendi Rússum þegar í stað ályktarorð með 12 stunda fresti
og krafðist þess, að þeir hættu liðsafnaðinum að vörmu
spori. Slík orðsending var auðvitað sama sem friðslit,
enda hófu Þjóðverjar 1. dag ágústmánaðar opinberan víg-
búnað og sögðu því næst Rússum stríð á hendur. Styrj-
öldin við Rússa dró á eftir sér ófrið við Frakka, banda-
tuenn þeirra, er hvorki vildu né þóttust geta setið hjá, og
loks sagði Bretland Þýzkalandi stríð á hendur 4. ágúst.
Osjálfrátt spyr maður sjálfan sig: Hefði mátt takast
að komast hjá styrjöldinni miklu ef Suchomlinow hefði
ekki logið að keisara sínum og fylgismenn hans lagst á
J) Að kvöldi þess 29. júlí barst Nikulási keisara skeyti frá Vil-
bjálmi Þýzkalandskeisara, er ábyrgðist bonum að viðlögðnm drengskap
sinum, að vinátta skyldi haldast með Þjóðverjum og Kússum, ef almenn-
ur vigbúnaður væri ekki hafiun.