Skírnir - 01.01.1918, Page 161
Ritfregnir.
Jóhann Signrjónsson: Lögneren. Skuespil i fem Akter
imed et Forspil. Gyldendalske Boghandel. Kbh. & Kria. 1917.
Þegar þaS fréttist, aS Jóhann Sigurjónsson hefði í smfðum sjón-
'leik með efni úr Njálu, mun margur hafa oröið forvitinn og þótt
mikið undir hversu tækist. Auðsætt var, að hór var leitaö á garð-
inn þar sem hann var hæstur. Það virtist ekki árennilegt að snerta
við Njálu. I fullar sex aldir hefir hún ein ráðið Ijósi og skugga á
iífi þeirra manna er hún greinir frá. Og svo skyrt hefir hún markað
•myndir flestra þeirra í- marmara málsins, að erfitt mundi að breyta
þar nokkrum drætti svo að ekki yrði úr umskiftingur. Um euga
menn í íslendingasögum hefir alþyða manna hugsað og rætt meira,
en um persónurnar i Njálu. Allir þykjast þekkja Njál og Berg-
þóru og syni þeirra. Það sem þau hafa sagt, það hafa þau sagt
f eitt skifti fyrir öll »í heyranda hljóði, svo að dómendur heyra um
■dóm þveran« meðan nokkurt eyra nemur íslenzkt mál. Hver mundi
þora að leggja Njáli eða Skarphéðni önnur orð í munn í stað þeirra
sem sagan hermir? Sá sem það gerði fengi ekkert hljóð, því að
Njála hefir orðið.
Þarna er vandinn. Og þó mun hvern er Njálu les langa til
að sjá þessa menn á leiksviði, sjá þessar sálir klæddar holdi og
blóði, heyra orð þeirra fullum hljómi af vörum lifandi manna. Njála
virðist framar öllum öðrum íslendingasögum leiksaga — sjónleikur
f álögum söguformsins. Að vísu dýrleg eins og hún er, og þó um
leið efni í stórfeldan sjónleik. — Og nú er hún komin á leiksviöið.
Þáttaskipunin er í stuttu máli þessi: Formálinn svarar til
kap. 107 í Njálu. Hann er samtal þeirra feðganna, Valgarðar hins
gráa og Marðar. Þar blæs Valgarður í öfundarglæður sonar síns
■■og gefur honum bendingu um að rægja þá Höskuld og Njálssonu
uaman. Fórnareldurinn, þar sem Valgarður brennir krossinn (sbr.
Njála: »Valgarður braut krossa fyrir Merði«) og biður Njáli og