Skírnir - 01.01.1918, Síða 163
'Sklrnir]
Kitfregnir.
157
frá einungis þar sem það virtist nauðsynlegt til að rekja örlaga-
Jjræðina á leiksviðinu. Hann hefir í hvívetna reynt að láta hvern
manu koma fram í samræmi við skilning söguhöfundarins á honum,
•Og hann hefir dypkað þann skilning, fært út í hálfur það sem hálf-
kveðið er í sögunni og snúið í orð og athöfn mörgu sem þar má
lesa milli lína.
Eg skal nefna nokkur dæmi.
Hann lætur Valgarð herða á Merði með því að gera hann
hræddan um Þorkötlu kouu sína fyrir Skarphóðni. Um það getur
sagan ekki, en hún lætur Gizur hvíta segja, að Mörður unni konu
sinni j>sem augum í höfði sér<i:, og Þorkötlu, að hún X>kveðst þess
fyrlr löngu búin, að skildi með þeim Merði«. En engin hvöt er
illvígari en afbrýðisemin. Þá lætur skáldið Mörð gefa það í skyn,
*ð Kára lítist vel á Hildigunni. Um það þegir sagau. En hún
segir oss að Kári gekk að eiga Hildigunni eftir a_lt sem á undan
var gengið, og er ólíklegt að svo hefði farið, ef honum hefði ekki
frá öndverðu verið hlýtt í þeli til hennar.
Það atriðið í Njálu sem mest veltur á og þó er verst frá gengið
er rógur Marðar, er hann rægir þá saman Höskuld og sonu Njáls.
Njála fer þar svo fljótt yfir sögu, að lesandanum verður torskilið
hvernig Mörður gat leitt Njálssonu svo langt. Jafnframt er víg
Höskulds blettur sem ekki verður af þeim þveginn. Og enn er
það ósklljaniegt, að Njáll situr hlutlaus hjá og gérir ekkert veru-
legt til að skirra vandræðum, svo ant sem honum var um Höskuld
•og sonu sína. Skáldið hefir fundið þetta vel og reynt hór að gera
þá brú til skilnings, er söguna brestur. Hann hefir tekið upp öll
þau atriði úr rógi Marðar, er sagan greinir og gefur í skyn, og
greitt úr þeim sem bezt og bætt nokkrum við, smbr. orð Njálu:
»Mörður rægir Höskuld að vanda ok hefir nú enn margar nýjar
flögur og eggjar einart Skarphóðin ok þá at drepa Höskuld«.
Hann lætur Mörð slá á þá strengi hjá Skarphéðni, að faðir hans
hafi haft hann að olnbogabarni og tekið Höskuld fram yfir hann.
Hann lætur Skarphóðinn bjóða Höskuldi fóstbræðralag, sem auð-
vitað var ágætur prófsteinn á hugarfar Höskulds. — Úr aðgerða-
leysi Njáls bætir hann með því að láta hann fara til Höskulds,
fala goðorð hans og reyna að fá hann til að.setjast að í átthögum
Hildigunnar, sem Njála lætur Flosa gera. Virðist mór að skáldið
hafi gengið svo vel frá þessum atriðum sem unt var, eftir því sem
drög voru til í sögunni. Og þykl enn ávant, þá hygg eg að það
bó fremur sök efnisins en meðferðarinnar. Eg held sem só, að rógur