Skírnir - 01.01.1918, Page 164
158
Kitfregnir.
[Skirnir
só það efnið sem verst er viSfangs allra, sökum þess að engin samúö;
er hugsauleg með rógberanum, og sá sem lætur leiðast af rógi er
að sama skapi blindur, en ljós skiiningsins dvín þar sem blindnin
byrjar. — Önnur hætta sem hór er á ferðum er sú, aS Skarphéðinn,
sem allir lesendur Njálu unna fyrir orSspeki hans og karlmensku,
kemur á leiksviðinu oftast í sambandi viS MörS og sóst því frá
sinni veiku hlið, en í sögunni snýr oftar sterkari hliðin aS lesand-
anum. Sjónleikurinn gefur oss ekki eins fjölfróða mynd af Skarp-
hóðni og Njála, en aS vísu er það sem til hans sóst í samræmi við
tilsvarandi hluta sögunnar.
Um aðrar persónur leiksins, þá hygg eg aS þær njóti sín engu
ver en í sögunni og að höfundur hafi dýpkaS róttan skilning á þeim
og anda sögunnar. Hildigunni hefir hanu gert einhverja hina glæsi-
legustu konu sem á leiksviS hefir komið, og eru einkum þriSji og
fjórSi þáttur, þar sem hún er aðalpersónan, undrafagrir og máttugir,
í leiknum er stígaudi, sem hrífur með fullum myndugleik, en yfir
öllu sami ljóðblærinn sem einkent hef'r önnur leikrit Jóhanns Sigur-
jónssonar. Og þaS hygg eg, að hvar sem hann verður leikinn á
því leiksviSi og af þeim ieikendum sem honum hæfa, þá beri hann
frægðarorS íslenzkra bókmenta um heiminn.
G. F.
Jóhann Sigurjónsson: Bjærg-Ejvind og hans Hnstrn. —
Skuespll i fire Optrin. Med 40 Illustrationer fra Svenska Blograf.
Tredje gennemsete Udgave. Gyldehdalske Boghandel. Kbh. &
Kria. 1917.
Þessi skrautútgáfa, sem kemur út í 10000 eintökum, er ljós
vottur þess sigurs er höfundur Fjalla-Eyvindar hefir unnið. Hór
eru leikmyndir þær er teknar hafa verið fyrir kvikmyndahúsio
komnar inn í teksta leikritsins sjálfs til skýringar og prýði, og segir
höf. í formála, að sliks sóu engin dæmi áður um aSrar bækur. Leik-
myndirnar virðast ágætar. Victor Sjöström leikur Fjalla-Eyvind, en
frú Edith Erastoff Höllu. Leitt er að landiS á myndunum er Lapp
lard og ekki ísland. Er það stríðinu aS kenna. Annars er lands-
lagið furðu sviplíkt. Útgáfan er merkileg, og mun margan fýsa aS
eignast hana.
G. F.