Skírnir - 01.01.1918, Side 168
162
Ritfregnir.
[Skirnir:
Hannibals, sem er snild að allri efnismeðferð og kjarnort mjög,
Seiðkonuna, sem minnir á Grím Thomsen, Síðustu sigl-
ing Jóns Indíafara, sem flytur mann með valdi gegnum
aldirnar, að dánarbeði Jóns gamla og lyftir blæjuuni frá sál hans
í óráðinu, unz hann »siglir á guðs síns fund«, o. fl. o. fl. í síðast
nefndu kvæði eru ýms orðatiltæki Jóns, og er þeim vel fyrir komið.
Yfir kvæðunum hvílir frumlegur blær og hressandi. Höf. er
yfirleitt ólíkur öðrum íslenzkum skáldum og má ef til vill rekja
það til þess, hve fróður hann er um bókmentir annarra þjóða og
tíma. Hannn er englnn heima-alningur.
Gallar á kvœðunum eru helzt stirðleikur á bragarhætti sums-
staðar, en ekki kveður mikið að því. Einna mest ber og á því i
hinum þyddu kvæðum aftan við bókina.
Þýðingarnar eru misjafnar að gæðum, sem von er til, en þó-
mun yfirleitt vera fengur í þv/, að hafa þær. Vil eg þar til nefna
m. a. S k ó a r a n n eftir Tennyson og g r í s k u kvæðin. Onnur
eru aftur talsvert gölluð — sum.
Eitt kvæði þarf eg að minnast á enn— Skriftamál þlng-
mannsefnisins. Það ætti / raun og veru að syngjast á kjör-
fundum, eins og höf. bendir á. En 1/klega eru kjósendur yfirleitt
ekki þannig gerðir, að þeir geti lyft sér upp í svo guðdómlegt
gaman.
Margt mætti fleira og nánara um bók þessa segja, þótt ógert
verðl látið hór, þv/ að tilgangur minn er einungis sá, að minnast
lauslega á bók, kvæðabók, sem hefir eitthvað nýtt og áður ósagt
að færa oss ísletidingum. Og það hefir Drotningin í Algeirsborg,
mörgum kvæðabókum fremur.
Jakob Jóh. Sniári.
Magnós Gíslason: Eóuir. Rv/k. 1916.
Kvæðabók þessi hefir hlotið ómilda dóma sumsstaðar og það
ómaklega. Fyrst og fremst verður að líta á hag skáldsins og alla
aðbúð, andlega og líkamlega. E.n þótt því só slept, þá er margt
svo gott í kvæðunum, að mjög er ranglátt, að varpa þeim öllum
til hliðar með sleggjudómi.
Höf. hefir lengst af átt við bág kjör að búa, heilsuleysi og
fátækt. Kennir þess v/ða í kvæðunum, hve kunnugur hann er
þeim gestum, og er þá v/ða vel að orði komizt, t. d. í kvæðinu
F á t æ k t: