Skírnir - 01.01.1918, Page 169
Skirnir]
Eitfregnir.
16*
Oft í þeirri örgu nauS
ertu af blundi vakinn,
við að sáran biðja um brauð
börn þín svöng og hrakin.
Náðir lýðs ef leitar á,
lengist gata að vinum;
gróðans menn ei gerast þá
greiðugari hinum.
Litist þú um land og haf,
leitir eftir brauði,
virðist standa öllu af:
angist, kvöl og dauði.
Lausavísurnar eru og sumar snjallar og enn fremur má nefna
kvæðin um Þorgils gjallandaogTorfaíÓlafsdal og^
einna helzt Draumadísina, sem er mjög gott kvæði.
Gallar eru ýmsir á kvæðunum, yrkisefnin stundum léttvæg og
meðferðin of alvanaleg og málvillur á stöku stað. En það er engin
furða. Hitt ber að undrast, hve langt höf. hefir samt sem áður
komizt sumsstaðar, þrátt fyiir alla örðugleika.
Jakob Jóh. Smári.
Axel Thorsteinsson: Nýir tímar. Rvík. Bókav. Ársæls
Arnasonar. 1917.
Eg hefi annarsstaðar minst á bók þessa og get því verið stutt-
orður. Höf. ritar heldur lipurt og eðlilegt mál og er sýnt um að
halda þræði sögunnar, vill vel og hugsar fagurlega. En hann skortir
fastari tök á lífinu og perBÓnunum, hættir um of við að láta sér
nægja að rissa, í stað þess að móta með hörðum höndum. Og eink-
um þarf hann að verða þroskaðri í hugsanalífi sínu. En líklegt
þykir mór að hann eigl eftir að rita góðar bækur, ef hann heldur
áfram að afla sér æ meiri þekkingar og víðsýnis, en hann getur
haft enn þá.
Jakob Jóh. Smári.
Axel Thorsteinsson: Sex sögur. Rvík 1917. Bókav. Guðm.
Gamalíelssonar.
Um sögur þessar má líkt segja og um Nýja tíma. Flestar
11*