Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 170
164
Ritfregnir,
[Skirnir
fjalla þær um ást, en geta eSIilega ekki sjnt hana nema frá örfáum
hliSum og er það skaSi. Bezt af sögum þessum þykir mér M a -
dama ÞorgerSur; þar tekst höf. aS líta ofan á efniS með
hressandi kýmni — innan um alvöruna. G a s k a er og snotur
saga. Aftur eru hinar heldur smávægilegar að efni og meSferð.
Jakob Jóh. Smári.
Jónas Þorbergsson: Fríkirkja — Þjóðkirkja. Fyrirlestur
haldinn á Akureyri 26. janúar 1917.
í fyrirlestri þessum ræSst höf. á frikirkjufyrirkomulagið, eins
■og það t. d. tíðkast í Ameríku, og finnur á því marga galla. Er
þvl ekki aS leyna, aS lýsing hans á því er ekki fögur. Höf. vill
hafa þjóðkirkju, mjög »rúmgóða«, sem sjá má af loka-tillögum hans,
en þær eru á þessa leið:
»Hin margbrotnu kenningakerfi verða aS hverfa, og hin fáu
meginatriðl, sem öllum kemur saman um, að verða hyrningarBtein-
arnir undir framtíSarkirkjunni, sem verður svo rúm, aS allir, sem
kristnir vilja vera, geta staðið þar innan veggja. Þar verSa hinar
mörgu vistarverur.
Eg leyfi mór nú að leggja fram þessar tillögur:
1. AS ákvæðið um þaS, að hin ev. lút. kirkja skull vera þjóð-
kirkja á íslandi, só numið úr lögum.
2. Að í stað hinnar lútemku kirkju só stofnsett »Hin íslenzka
kristllega kirkja«, sem grundvallist á öllum þeim meginatriðum,
sem geti jafnframt orðið samvinnugrundvöllur allra þeirra trúflokka,
sem nú berjast um völdin í landinu.
3. AS ríkið taki að sór að vernda kirkjuua á þessum grund-
velli, enda só ekki kenningafrelsi presta á annan hátt takmörk sett,
Og aS svo só búið um kjör presta og hag kirkjunnar, að þau skil-
yrði bresti ekki, til þess aS hún geti orðiS blessunarrík stofnun í
þjóðfólaginu.
4. Að trúbragðakenslu við háskólann verði hagað svo, aS þar
só ekki einni trúarstefnu gert hærra undir höfði en öðrum.
5. Að uppfræðslu barna í kristilegum efnum só^hagað sam-
kvæmt þessu«.
Tillögur þessar virðast mór fara í mjög æskilega átt, en erfið-
Ieikar mundu sjálfsagt verSa á framkvæmd þeirra. En þær eru
alt um það athugunarverðar.
Jakob Jóh. Srnári.