Skírnir - 01.01.1918, Síða 175
Skirnir]
.Ritfregnir.
16»
aS þeir leikar eru enn samtvinnungur úr eins konar knattleik og
fangbrögðum (hornaskinnleikar) eða þá eingöngu glímumót.
Bendir ekki þetta á, aS eftir því Rem glímunum vex fiskur um
hrygg verða þær meginþáttur þjóðleikanna og loks alveg sjálfstættsam-
komuefni? Gauksunginn bolar fóstbróður sínum út úr hreiðrinu.
Þetta var það, sem fyrir mér vakti, er eg kallaði glímuíþróttina
afspring knattleikanna, og vona eg að það megi til satins vegar færa.
Eg hallast meir og meir á þá sveifina, að glíman hafi ekki
verið orðin sjálfstæð íþrótt fyr en löngu eftir kristnitöku, en að
rætur hennar standi þó alla leið aftur um knattleikavelli söguald-
anna. Menjar hennar finnast í stöku atriðum frá þeim öldum, en
þær eru framvaxtarskeið hennar en ekki fullorðinsár.
Og nú tek eg eftir einu, sem eg hefi ekki veitt athygli áðúr
og mjög styöur minn málstað. í Egilss. 40 — en sá staður er
víst elzta heimild orðsins glíma — virðist greinilega bent til hins
forna sambands glímunnar við knattleikana. Eg get ekki betur séð en að
orðið (í flfc.) só þar beint notað um knattleika-ryskingarnar: »Egill
var mjök at glímum; var hann kappsamr mjök ok reiðinn, en allir
kunnu þat at kenna sonum sínum, at þeir vægði fyrir Agli. Knatt-
leikr var lagiðr — —«. Knattleikssagan er sögð til dæmis um
reiðigirni Egils við »glímurnar«.
Fleira held eg ekki að okkur Hjörvar beri á milli. — Hafi
hann heill unnið verkið, og þeir félagar allir.
Nú mæuum við vonaraugum eftir næstu bók frá I. S. í. —-
fimleikabók?
Björn Bjarnason frá Viðfirði.
Þorleifnr H. Bjarnason: Fornaldarsaga handa æðri skólum.
Rvik 1916. IV + 224 bls. 8vo.
Saga þessi er, eins og titillinn sýnir, ætluð æðri skólum íslenzk-
um og þá sérstaklega lærisveinum hins almenna mentaskóla í Reykja-
vík, en þar hefir höfundurinn um mörg ár haft sögukensluna á
hendi og getið sór góðan orðstír fyrir.
Skifting bókarinnar er þessi: Fyrst er örstuttur inngangur
(2 bls.) um forscgu, steinaldir, brousöld og járnöld. Þá kemur
fyrsti aðalkaflinn um Austurlandaþjóðir (11 bls.), þá er annar kafl-
inn um Hellena, eða Forn-Grikki (75 bls.). Þriðji og síðasti kafl-
iun er saga Rómverja og er hann, sem vænta mátti, þeirra lengst-
ur (135 bls.). Loks er litill eftirmali (1 bls.) og gerir höfundurinrr