Skírnir - 01.01.1918, Page 176
<170 Ritfregnir. [Skirnir
,J»ar grein fyrir Btuðningsheimildarritum sínum og aðferS sinni við
.samning bókarinnar. Aftast er efnisyfirlit yfir bókina.
Þarna hafa þá lslendingar fengið þriðju kenslubókina á 50 ár-
um í Fornaldarsögu og — að minni hyggju — þá beztu, að ólöst-
uðum fornaldarsögum þeirra bræðranna Páls Melsteð (Rvík 1864)
. og Haligríms Melsteð (Kmh. 1900).
Abalskiiyrðin fyrir góðri kenslulubók í sögu munu einkum vera
íþessi: í fyrsta lagi hárrótt frásögn eða svo nærri sannleikanum
sem komist verður; í öðru lagi heppilegt val úr því nær óþrotlegu
..efni, þannig að hvorki minnið þreytist uui of nó andinn sljófgist
við stagl eða smámuni, heldur só það til tfnt, sem mestu varðar; í
þriðja lagi hreint mál 'og tilgerðarlaust, lipurt og þýtt oiðfæri; f
fjórða lagi vandvirkni í öllum ytri frágangi.
Um fyrsta atriðið hygg eg, að allir muni geta orðið samdóma,
að þessi fornaldarsaga só hin vandaðasta og áreiðaulegasta að efni
til, sem vór eigum á íslenzka tungu, því að höfundur hefir tekið
til greina sagnfræðilegar rannsóknir síðustu tíma og stuðst við ýms
ágæt rit í þessum greinum, svo sem hin stórmerku rit eftir þýzku
sagnfræðingana E. Curtius (Griechisohe Geschichte 5. útg.), og Th.
Mommsen (Römische Geschichte 8. útg.), einnig sniilinginn
J. Burkhardt í kafianum um Constantin mikla, og samtíð
ihans og síðast en ekki sízt hina ágætu bók eftir J. N. Madvig:
Den romerske Stats Forfatning og Forvaitning (Kbh. 1881), þessa
fögru elligjöf til vísindanna, árangur af æfilangri starfsemi stórgáf-
aðs eljumanns < fornum rómverskum fræðum.
Þá er efnisvalið. Um það má lengi þrátta, hvað taka skuli
upp í kenslubækur, því sitt sýnist að jafnaði hverjum og vart
muu nokkur svo heppinn í vali, að öllum iíki það allskostar; suma
vantar þetta, aðra hitt, inn í takmarkað rúm, og þetta er ein-
mitt eitthvert allra örðugasta viðfangsefnið, versti hnúturinn, fyrir
þá, sem skólabækur semja, ekki sízt sögubækur. En hór finst
mór höf. hafa tekist á g æ 11 e g a lausnin. Margt af því, sem
í fyrri kenslubókum hefir íþyngt minninu, þreytt heilann og jafn-
vel raskað þræðinum eða geit henn torraktari, ýmisleg smáatvik,
mannnanöfn, ártöl o. fl. hefir víða orðið að víkja úr sessi fynr
öðru þýðingarmeira, svo sem þróunarsögu mannsandans og mann-
félagsins. Kaflar sem áður voru flestum hvimleiðir í eldri keuslu-
bókuin (t. d. allar flækjuruar eftir lát Alexanders mikla, þjóð-
flutningarnir og fjörbrot rómverska keisaradæmisins) eru nu
-orðnir miklu aðgengilegri en áður og lítill söknuður að flestu því