Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 177
:Skirnir
Ritfregnir.
171
sem slept heflr verið, enda kennaranum jafnan innan handar að
:skýra nánar rás viðburSanna í kenslustundunum og laSa œsk-
una meS ýmsum skemtilegum frásögnum enn meir aS söguseiðnum.
Ætti eg að tilgreina nokkuð, sem eg hefði sérstaklega kosið öðru
visi, þá mundi eg tilnefna fyrsta kaflann um AusturlandaþjóSir.
Mór þykir þar heizt til fljótt yfir sögur farið — tæpar 11 bls.
'Um Egipta, Babyloniumenn, Assyriumenn, Fönika, Gyðinga, Meda,
Persa og Indverja. — Það er skiljanlegt, að Gyðingar fái einar
15 1 í n u r, því að höf. mun hafa ætlað biblíulestrinum að fylla
þar upp í stóru skörðin. En Indland með öllu sínu andlega djúp-
sæi, hin mikla menning Egipta, Persaveldi og Assyringa og hinir
viðförlu Fönikar, virðast trauðla geta komist fyrir á s v o mörkuð-
um bás sem 11 bls., ekki sízt þar sem hin grfsk-rómverska menn-
•ing á rót sína að rekja til austurs í mjög þýðingarmiklum atrið-
um og áhrifin þaðan auðsæ.
Um þriðja atriðið — hreint mál og lipurt orðfæri — mun
•mega með sanni segja, að bókin só yfirleitt rituð á vönduðu, hreinu
máli, stíll og orðfæri ekki ólipurt, þótt ekki virðist mór höf. vera
jafnoki Páls gamla Melsteð í þýðieik og lóttleik frásagnarinnar, enda
munu fáir í þeim greinum »Flosa l/kir« nú lifandi Islendinga.
Hór eru nokkur orð og oröatiltæki, er eg hefi rekist á, þegar
eg fór yfir bókina, ýmist röng — að minni hyggju — eða óvið-
kunnanleg:
Bls. 16: »dró sig út úr bardaganum« í staðinn
fyrir: hætti að berjast, eða, iét af hernaði. Á sömu bls. í síöustu
málsgrein um Hómers kvæði er blandað saman tveim orðum: kvið-
ur °g þjóðkvæði og kynin notuð á víxl í fornöfnum (þær, þau).
Bls. 47: » ó s k ammfeilinu<< í staðinn fyrir »ósvífinn«.
Bls. 53: »4000 kilometra óravegur«. ÓviðfeldiS
•er að nota orðiö óravesjur í sambandi við ákveðna vega-
lengd.
Bls. 59: »iönborgar og verzlunarí. Hvíþá ekki:
iðnaðarborgar eða iðnarborgar og verzlunar, sem er hljómfagurra,
■ enda vanalega sagt, iðnaður og verzlun.
Bis. 60: » t e k n a a f g a n g u r «. Auðvitað meinlaust, en þó
hijóðgap (hiatus), sem hægt var að foiðast (afgangur tekna). Á
■ sömu bls.: »Yestur-lokris« í staðinn fyrir Yestur-Lokris.
Bls. 63: »fræddu þeir unga menn með fyrir-
•lestrum og fræðiiðkunum«; óljóst og óviðkunnanlegt.
Bls, 86 og 88: » b r o n z 1 « (þáguf.), en bls IV. (í inngangin-