Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 178
172 Ritfregnir. [Skirnir-
um) b r o n s i (nefnif.). Mér finst viðkunnanlegast að nefna málm-
inn brons (hvk. sbr. spons).
Bls. 88: »mannvirkjagerðar og húsa«. Mann-
virkjagerð er ljótt og tæplega rétt orð, auk þess eru hús einnig
mannvirki.
Bls. 100: )) h i n n mesti bjargvættur«. í fornu máli
var vættur kvk. Nú í daglegu tali karlk. En væri ekki rótt að
láta orðið halda fornu kyni, eins og sumir enn gera, að minsta kosti
í ritmáli? í hugtakinu er eitthvað mjúkt og dísarkent (sbr. heilladísir).
Bls. 150: »enda átti Marius föðursystur, og
sjálfur var hann kvæntur dóttur Cinnu«. Óís-
lenzkulegt og óskiljanlegt nema þeim sem veit. A sömu bis. orðið
»framúrskarandi«, mjög oft notað, eu ijótt orð, í staðinn fyrir
frábær, ágætur, stakur. Sama er að segja um orðið: »fram-
þ r ó u n «, sem einnig kemur fyrir ( bókinni, þetta ástfóstur flestra
blaðamanna og rithöfunda nú á dögum. Orðið er hrein og bein
upptugga (~áuToXoyía). Hvers vegna ekki blátt áfram þróuni
Eða þróast nokkuð aftur á bak? Eitthvað þróast = því fer fram,
það dafnar.
Bls. 174: »deilumál dagsins« er sakleysislegt á að
líta, en tæplega islenzka.
Bls. 177: »og honum lók grunur á um trúnað
þeirra við sig«. Mór finst einfaldara og óbrotnara að segja : -
hann grunaði þá um svik við sig, eða, grunaði að þeir sætu á svik-
ráðum við sig. En »sitt sýnist oft hverjum«.
Bls. 204: »eitthvert aía lmein « í staðinn fyrir e i 11 -
hvert versta mein.
BIs. 212: »hin grísk-rómverska siðmenning
var búin að vera«,í staðinn fyrir: h. gr.-rómv. siðmenning
var undir lok liðin (henni var lokið), á heljarþröminni, eða eitt-
hvað því um líkt.
í sambandi við orðfærið vil eg fara nokkrum orðum um með-
ferð Islendinga á grískum og rómverskum eiginnöfnum, eins og hun
hefir verið og er enn fram á þenna dag. Tunga vor er enn þá að
miklu leytl fornt mál með auðugum málmyndum. Sagnorð vor
og forsetningar stýra enn, sem fyrir þúsund árum, þrem föllurn,
þolfalli, þágufalli (eða staðarfalli) og eignarfalli, en úkveðni greinir-
inn óleyfilegur með eiginnöfnum, svo að vór getum ekki látið hann, eins
og málfrændur vorir Þjóðverjar, segja til falls. Af þessu leiðir, að oss
verður oft á að misþyrma með fallbeygingum eiginnöfnum hiuua