Skírnir - 01.01.1918, Page 179
íSkirnir]
Ritfregnir.
173
iögru suSrænu forntungna í íslenzku máli og »syngur« þar aS
jafnaSi »hver meS sínu nefi«, svo aS þaS er ekki einu sinni nokk-
urt samræmi í misþyrmingunum. Fyrir því nær hálfri öld var
reyndar fariS aS bóla á lofsverSri viSleitni til endurbóta í þessum
greinum hjá hinum góSkunnu kennurum latínuskólans, skólameist-
ara dr. Jóni Þorkelssyni og Gísla skólakennara Magnússyni (sbr.
iLatnesk lesbók handa byrjöndum Rvík 1871), en Gísli, sem mun
veriS hafa aSalhvatamaSur þessarar hreyfingar, átti þá skamt eftlr
-ÓlifaS (f 1878), og aS honum iátnum sótti alt í sama horfiS sem
-áSur: engin regla, eilíf ósamkvæmni, alt af handahófi, eftir því sem
hverjum dettur f hug í þann svipinn.
Til sönnunar máli mínu skulu hór tekin nokkur dæmi — af
mýmörgum — úr þessari nýju fornaldarsögu: Á bÍB. 41 eru nefnd
skáldin Alkaios og Tyrtaios, en á næstu bls. Pindar (án fallending-
*r); bls. 59 Filippusi, Demosþenesi, Demosþenesar, Leonidasar, Þuky-
didesar og Euripidesar (bls. 44);bls. 138: Sulla — Sullu, Cinna
"Cinnu (sbr. Sturla — Sturlu) en aftur á móti alstaðar Róm
Œtómar (þó ekki í orðinu Rómave'ldi); bls. 146: Pontos (þolfall),
á sömu bls. Biþyniu (þolfall); Miþradates (þágufall), Tigranokerta
(þolfall), Tigranesar, Lucullusi; bls. 150: Mariusar (nefnif. flt.);
bls. 151: Galliu cisalpina (þágufall) og Galliu Narbonensis (þolfall),
en á næstu bls. Gallia transalpina (þágufall); bls. 156: Þessalonike
(þágufall); bl8. 166: Eplkuros (eignarf.) og Stóumanna; bls. 174:
-Juliusættin og á sömu bls.: Augustusaröldin. Aþenuborg er alstað-
er nefnd Aþena, á grísku heitir hún AíÞrjvai ekki A-ð'rjvvj, svo að
gamla nafnið virðist viðfeldnara. Delphi (As\cpoí)er notað í öllum
iöllum (óhneigilegt). Rómversk mannanöfn, sem enda á -us í
nefnifalll fá í viðbót íslenzka eignarfallsendingu og þágufalls: t. d.
Camillusar, Maríusar, Constantlnusar, Diocletianusar, Camillusi o.
8. frv. (líkt og vór segðum: Sigurðurar (eignarf.), Sigurðuri (þáguf.).
’Og sama er að segja um eiginnöfnin á -os, -es, -as; við þau er
einnig bætt íslenzkum eignarfalls og þágufalls endingum. Á sama
hatt fá latnesk lýsingarorð sumstaðar tvær afleiðsluendingar:
L d. latinskur, sem er alvanalegt orð en rangt (sbr. byzan-
tinskur 1 stað byzanzkur) en sumstaðar aftur rétt farið með lýs-
ingarorðið t. d. filippskur (orationes philippicae) o. s. frv.
Þessi dæml, sem eg nú hef til tínt úr nýrri bók eftir ment-
&ðan og vandvlrkan höfund, hygg eg sýni og sanni, að eg hefl
ekki oftalað, er eg mlntist á óregluna og ósamkvæmnina í með-
ferð íslenzkra rithöfunda á erlendum eiglnnöfnum og má merkilegt