Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 184
178;
Ritfregnir.
[Skírnir
móður vora, taka sigurlaun erfiSisins frá fyrstu hendi, en hafa enga
milligöngumenn. Það er svo mikill vóla og steinaldarsvipur ýfir
mannvirkjum stórborganna, að mann ægir við. Þótt grundvöllurinn
só traustur, eftir orðsins vanalegu merkingu, og þótt hugvit
mannanna flótti byggingarlistinni undraverða sigursveiga og töfra
kórónur, finst manni oft, að framfarirnar sóu samrunnin skjaldböku-
skel efnisins, sem eiginlega eigi ekkert skylt við sannar framfarir.
Er ekki einhver kínverskur svefngöngubragur yfir ákafa mannkyns-
ins að reisa bæi og borgir, og troða hinn sanna lífsgróður niöur í
moldina?« (bls. 290—91).
Þau sýnishorn sem eg hefi tekið eftir höfundinn geta gefið hug-
mynd um rithátt hans. Ytri frágangur á bókinni er allur snotur
og prófarkalestur yfirleitt góður. Hún kostar í bandi 7 kr.
G. F.
Almanak fyrir árið 1918. 24. ár. Winnipeg. Útgefandi og'
prentari Ólafur S. Thorgeirsson. 1917.
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar má telja með beztu og þörf-
ustu ritum sem gefin hafa verið út á íslenzku vestan hafs. Hefir
því jafnan verið vel og smekkvíslega stjórnað. Aðalkjarni þess er
»Safn til landnámssögu íslendinga í Yesturheimi«, sem þættir koma
af árlega. Er þar skýrt frá landnámi hverrar ísiendingabygðar af
annari, skráðar æfisögur landnemanna, ættir þeirra raktar meira og
minna og fjöldi mynda. Hygg eg að hver sem les þessa þætti,
verði að kannast við, að landnámssaga íslendinga í Vesturheimi er
ekki ómerkur þáttur af æfisögu kynflokks vors. Væri óskandi, að
útgefandanum auðnaðist að gefa þættina út í bókarformi aukua og
endurbætta eins og hann hefir haft í hyggju. Spá mín er sú, að
Landnáma Vestur-íslendinga verði einhverntíma gefin út skrautlega
af niðjum þessara landnámsmanna, er þykjast munu þá góðir af
ætterninu. Þá verður þakklátlega minst mannsins sem hafði fram-
kvæmd til að safna þessum merkilegu heimildum áður en það var
of seint.
Auk landnámsþáttanna hefir Almanakið flutt ýmislegt annað
skemtandi og fræðanai, greinar um merka menn, íslenzka og erlenda,
þýddar og frumsamdari smásögur, meðal annars ýrasar góðar eftir
skáldið J. Magnús Bjarnason, kvæði, yfirlit yfir helztu viðburði
og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi, o. fl.
I þessu síðasta Almanaki hefir útgefandinn fyrst gert stutta
greln fyrir heimför Stephans G. Stephanssonar, eu prentað siðan.