Skírnir - 01.01.1918, Síða 187
Skírnir]
Kitfregnir.
181
»innlend kvæði, þ. e. kvæði, frumort á íslandi og með íslenzkui
efni«, Bvo sem Gunnarskvæði, um Gunnar á Hlíðarenda. í síðari
ritgerðinni »Um skáldmál Bjarna Thorarensen« deilir höf. fyrst á
Einar skáld Hjörleit’sson fyrir nokkur ummæli hans um búning og
kveðandi Bjarna í æfisögu þeirri framau við aðra útg. af kvæðum
Bjarna, er hr. Einar samdi, eins og kunnugt er, á stúdentsárum
sinum í Kaupmannahöfn. Þar næst sýnir höf. oss, að eddukvæðla
og önnur fornkvæði hafa haft nokkur áhrif á kveðskap Bjarna, bæði
að því er lýtur að samsetning orða: silfrfjallaður, sem og að notkun
fornra orðmynda: skalat, munat, vildak, sem nú teljast óhafandi.
Loks gefur höf. lesendunum allfjölskrúðugt sýnishorn hinna gull-
fallegu samsettu nafnorða og lýsingarorða, er Bjarni hefir auðgaS
íslenzka tungu; skulu hér nefnd nokkur dæmi: nafnorð:
heiðhiminn, blátindar, hájöklar, hvítfaldur, glitfat, gullinhvel;
2) lýsingarorð: sólgyltur, ítrhvast (spjót), silfurblár (ægir),
mjúksár (logi), geigvænir (logbrandar) o. s. frv.
Höf. lýkur má'i sínu um Bjarna með þessum orðum: »Hann
er frumherji máls vors á fyrstu tugum 19. aldarinnar. Hann er
morgunroðinn eins að þessu leyti sem að efninu sjálfu og meðferð þess«.
Munu flestir sem þekkja kveðskap Bjarna telja orð þessi sannmæli.
í fyrsta árganginum hefir Gísli læknir Brynjólfsson ritað greinar-
korn : »Um eiturmekki í ófriðnum m i k 1 a «, þ. e. ný
tegund vopna, eitraðar lofttegundir, er mönnum telst, að Þjóðverjar
hafi notað i fyrsta skifti í stórorustu á vesturvígstöðvunum 22. dag
aprílmánaðar 1915 og síðar oftar.
Bókavörður Sigfús Blöndal hefir í sama árgangi snúið úr dönsku
kafla úr æfiminning síra Ólafs Gíslasonar, prests í Saurbæjarþingum,
er hefir að geyma allgreinilega og, að því er virðist, rótta lýsing
á Þingeyrarklaustri á fyrri hluta 18. aldar.
Handrit æfiminningarinnar, sem lýsing þessi stafar frá, fanst f
Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn fyrir skemstu. Værl
æskilegt, að hr. Sigf. Blöndal héldi uppteknum hætti og skýrði mönnum
hór á iandi frá því í íslenzkum tímaritum eða blöðum, þegar merki-
leg íslenzk handrit finnast í sófnunum í Kaupmannahöfn, og létl
helzc nokkur sýnishorn fylgja skýrslu sinni eins og hór.
Þá ritar Magnús Jónsson cand. jur. & polit. eftirtektarverða
grein: »Um íþróttaskóla«. Hann ætlar að æskilegt só,
að stofna til kenslu í verknaði og íþróttunr.úr
því að menn sóu nokkurn veginn samdóma um, að vér þurfum á
eiri verklegrl þekking að halda en vór höfum uú, og teljum í