Skírnir - 01.01.1918, Side 188
182
Ritfregnir.
[Skirnir
annan atað, að »útbreiðsla frjálsra fþrótta só harla æskileg«. Því
næst skýrir höf. nánar frá því, hvernig hann hefir hugsað sór, að
þesðari kenslu verði bezt fyrir komið.
Loks ritar cand. mag. Bogi Th. Melsted auk margra smærri
greina í fyrsta árganginum ritgerð um stórmerkilegt nýmæli: Verð-
launasjóður handa duglegum og dyggumvinnu-
h j ú u m í s v e i t «. Af því að þess þjóðþrifa- og sanngirnis-
nýmælis, sem höf. vekur máls á í hugvekju sinni, heíir áður verið
getið í sumum blöðum vorum, ef oss minnir rótt, virðist ekki vera
4stæða til að fjölyrða um það hór; en ef takast mætti að koma
hugsjóninni í framkvæmd, þá teljum vér, að stigið væri stórt menn-
ingarspor í rótta átt, að eins vildum vór að slíkur veiðlaunasjóður
starfaði ekki einungis fyrir dugleg og dygg vinnuhjú f sveit, heldur
einnig fyrir þau hjú í kaupstöðem, er það eiga skilið.
I sumurn greinum árgangsins, einkum þeim, sem að öllu eða
nokkru leyti eru þýðingar úr öðrum málum, bregður fyrir ófslenzku-
legum orðatiltækjum og jafnvel mállýtum, er ættu ekki að koma
fyrir í slíku riti. Skal hór bent á nokkur þeirra. Á 101. bls.
Btendur: '>hvort sá, sem einu sinni hefir verið kristinn, eigi ekki að
njóta þess, að hann hefir f a 11 i ð f r á «, *) f. gengið af trúnni.
l>Fyrst um sinn hefi eg farið aðá þann hátt g e g n þeim«
102. bls.: hefir sungið söng til virðingar fyrir Krist sem
guð (sic). 103. bls.: Það má ekki grafaþáupp, f. grafast
fyrir hverjir þeir séu.
Það vreri miklu viðkunnanlegra, að auglýsingar, sem prentaðar
eru aftan við ritið, væru ekki tölusettar með róttu biaðsíðutali, svo
að þeir sem láta binda það inn geti svift þeim burtu og ritið þó
talist heilt eftir sem áður.
í öðrum árgangi ársritsins skal hér að eins getið tveggja greina,
auk ritgerðar Þo>-valdar prófessors, er þegar hefir verið minst á.
Önnur þeirra er »Þjóðjarðasalan« eftir meistara Boga Th.
Melsted, en hin er um æfi og Btarfsemi 01 e Worm’s, hins
nafnkunna föður norrænnar fornfræði. Greinina hefir Halldór Her-
mannsson bókavörður ritað og ber hún vitni um mikla þekking
höf. á æfi Worm’s og sórstaklega á viðskiftum hans við íslenzka
fræðimenn. Höf. ætlar með róttu að Worm »muni vera liinn fyrsti
útlendingur á síðari öldum, sem verðskuldar nafnið íslandsvinur«.
Bogi Mebted sýnir oss í grein sinni um þjóðjarðasöluna, hvernig '
1) Leturbreytingin eftir oss.