Skírnir - 01.01.1918, Page 190
ísland 1917.
Veðrátta frá njári og fram að páskum var fremur mild og
snjóalög lítil. Laugardaginn fyrir páska (7. apríl) gerði aftaka Btór-
hríð með miklu frosti, og varð mikið tjón að því veðri víða um
land. Menn urðu úti, fó hraktÍBt og fórst. Á Austurlandi urðu
skemdir á húsum og undir Eyjafjöllum fuku skip. Vólbátar sukku
á höfnum inni og símastaurar brotnuðu. Vorið var kalt og nœð--
ingasamt og spratt jörð seint. Sunnanlands var oftast snjólaust, en
þó var fó gefið inni fram f miðjan maí og kúm til Jónsmessu, og
svo var víða um Vesturland, en norðaniands og austan voraði öllu
fyr. Fónaðarhöld voru sæmileg um vorið um land alt. Sunnan-
lands og veBtan brá veðri til rigninga um miðjan júlí, og voru
stöðugir óþurkar fram til 9. ágúst, eu þá brá til norðanáttar, og
voru þur og fremur köld veður fram að róttum. Tún voru fremur
illa sprottin, er sláttur byrjaði um 20. júlí, og hröktust töður þeirra,
er ekki gerðu úr þeim vothey, eu sú heyverkun fer í vöxt á Suður-
landi og á Snæfellsnesi, en er þó eigi orðin enn almenn. Aftur á
móti varð útheyskapur góður yfirleitt á Suður- og Vesturlandi.
Norðanlands gekk heyskapur vel fram að höfuðdegi, en eftir það
hröktust hey víða og sumstaðar urðu hey úti til mikilla muna,
einkum í Norður-Þingeyjarsýslu. Austanlands var góð tíð til 8.
ágúst, en þá gerði þar miklar rigningar og stijóaði í fjöil. Hey-
fengur í Norður-Múlasýslu varð hverg'i nær því í meðallagi, lenti
þar og mikið hey undir snjó um miðjan september. I Suður-Múla-
sýslu varð heyskapur víða í meðallagi. Um miðjan september gerði
ótfð mikla norðanlands og austau, og varð þá sumstaðar á Aust-
fjörðum jarðlaust, og í októberbyrjun gerði aftakaveður um alt land.
Fó fenti og vfða urðu heyskaðar. Fótust þá og 2 skip með 13
mönnum. Eftir það voru hörð veður oftast fratn að jólum, frost
og jarðlaust, og kom allur fónaður óvenju snemma á gjöf. Utn.