Skírnir - 01.01.1918, Page 192
ísland 1917.
[Skirnir
r.186
kringum landið. Þingið samþykti og lög um bann á sölu og leigu
skipa úr landi, en stjórnin fékk heimild til að veita undanþágu frá
banninu. Þá var og stjórninni veitt enn víðtækari heimild en áður
til ýmsra ráðstafana út af Notðurálfuófriðnum, meðal annars ótak-
mörkuð lánsheimild til vörukaupa og að taka í sínar hendur alla
verzlun, ef á þyrfti að halda, á einstökum vörutegundum innlendum
og útlendum.
Aukaþingið samþykti þingsályktun um að heimila landsstjórn-
inni að greiða embættis- og sýslunarmönnum landssjóðs dyrtíðar-
uppbót fyrir árið 1916, og voru það 5—50°/0 fyrir þá, sem höfðu
haft að árslaunum 4500 kr. eða minna.
Síðan kom reglulegt alþingi saman 2. júlí og stóð yfir til 17.
september. Varð sú breyting á stjórn landslns, að Björn Kristjáns-
.eon fekk 28. ágúst lausn frá fjármálaráðherraembættinu og var Sig-
urður Eggerz settur bæjarfógeti í Reykjavík sklpaður fjármálaráð-
herra. Meðan þingið stóð yfir andaðist Skúli S. Thoroddsen þi og-
maður Norður-ísfirðinga og var síra Sigurður Stefánsson kosinn í
stað hans.
Þingið samþykti 67 lög og afgreiddi 20 ályktanir til stjórnar-
•innar. Af merkum lögum þingsins skulu nefnd: Um almenna
hjálp vegna dýrtíðarinnar; um skiftingu bæjarfógetaembættisins í
Reykjavík og um stofnun sérstakrar tollgæzlu í Reykjavík; um stofn-
un alþýðuskóla á Eiðum og afhendingu Eiðaeigna til landssjóðs um
vStofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi; um breyting á og viðauka
við lög um tekjuskatt; um dýrtíðaruppbót handa embættis- og
sýslunarmönnum landssjóðs; um lögræði; um áveitu á Flóann; um
einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu; breyting á Lands-
bankalögunum; um rekstur loftskeytastöðva jí íslandi og um slysa-
trygging sjómanna.
Þingið samþykti í einu hljóði (ráðherrarnir greiddu ekki at-
kvæði) ályktun um »að skora á stjórnina að sjá um, að íslandi
verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði
,og ályktar að veita heimild til þe«s, að svo só farið með inálið«.
Flutti forsætisráðherra tillögu þessa fyrir konung 22. nóvember, en
-hann gat ekki fallist á hana. Lét forsætisráðherra þess getið, að
.þótt hann og samverkamenri hans í ráðuneyti íslands gerðu ekkl
synjunina að fráfararefni, svo sem nú vrori ástatt, þá mætti ekki
■skilja það svo, að þeir legðu eigi liina mestu áherzlu á framgang
málsins, og að alþingi mundi ekki láta málið niður falla.
Samkvæmt ályktun alþingis voru 22. október skipaðir í milli-