Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 194
188
ísland 1917.
[Skirnir-
hlaðin og ferðbúin frá New York fyrst í apríl, en áður en þau gátu
lagt af stað þaðan gengu Bandaríkin í Norðurálfuófriðinn, og varð
það til þess að skipin fengu eigi fararleyfi, og fengu eigi að fara
þaðan fyr en í maí. »Bisp« var hlaðinn steinolíu, en hór var þá
svo mikill skortur á þeirri vöru, að mörg vólskip gátu eigi rekið-
fiskiveiðar. Yarð því mikið tjón af þessari töf skipsins og auk þess
lagðist feikna kostnaður á farm skipanna. Þrátt fyrir erfiðleika á
að fá vörur og útflutningsleyfi fyrir þær í Bandaríkjunum, var þó
ekki um annað að ræða, en að reyna að fá þær þaðan, og leigði
stjórnin »Island« til Amerikuferða og Eimskipafélagið lót bæði skip
sín fara vestur um haf. Síöar tók stjórnin eiunig á lelgu »Francis
Hyde«, eign 0. Johnsons & Iíaaber’s stórkaupmanna, til Ameríku-
ferða og síðar fór »Willemoes«, skip stjórnarinnar, einnig vestur
í maí var Jóni 'Sivertsen skólastjóra við verzlunarskólann í Reykja-
vík falið að fara til Ameiíku til að greiða fyrir afgreiðslu skipanna
og útvega útflutningsleyfi fyrir vörum, og í júlí var Árna Eggertson
bæjarfulltrúa í Winnipeg einnig falið að vera fulltrúi landsins fyrir
vestan haf. Eftir það gekk öllu greiðara með að fá vörur og út-
flutningsleyfi fyrir þær í Bandaríkjunum, en miklum erfiðleikum
var það þó bundið og urðu skipin oft að bíða langan tíma í New
York eftir afgreiðslu. För skipanna tafði og nokkuö viðkoma í
Halifax til rannsókuar í báðum leiðum.
Mestum erfiðleikum var þó bundið að fá kol og salt flutt frá
Bretlandi sökum kafbátahættunnar, en tiifinnanlegur skortur fór að
verða þegar um vorið á þeim vörum til að reka síld- og fiskiveiðar
og halda uppi skipaferðum til flutninga. Stjórnin fekk »Ceres« á
leigu til Englandsferða, og eftir að norsku leiguskipin voru komin
frá Ameríku voru þau einnig send til Englands og síðar tók stjórnln
»Vestu« á leigu þangað. En í júlí voru öll þessi skip, nema »Bisp«i
kafskotin af þyzkum kafbátum og einnig »Flora« á leið hóðan til
Noregs. Fórust 5 menn af »Vestu« og 2 af »Ceres«. Nokkur
skip, aðallega seglskip, fluttu kol og salt hingað frá Englandi og
um haustið kom enskt gufuskip með 6000 tonn af kolum til stjórn-
arinnar og nokkru síðar franskt skip með kol og salt. En mörgum
skipum var sökt á leið hingað af þyzkum kafbátum.
Landsstjórniu keypti samkvæmt heimild alþingis tvö skip til
millilandaferða, »Borg« og »Wiliemoes«. Var »Borg« látin fara til
Englands en »Willemoes« til Ameríku. Stjórnin keypti og þriðja
skipið til strandferða. Var það »Sterling« gamla skip Thorefólagsins
Og tók það við strandferðnm í ágúst, en áður hafði stjórnin leigt ■