Skírnir - 01.01.1918, Side 197
Sklrnir]
ísland Í917.
191t
sjávarsíðuna, því aS fiskiveiðar og annar atvinnurekstur einstakra
manna mátti heita að mestu stöðvaður, og tekjur þeirra manna,
er unnið höfðu að fiski- og síldveiði um árið, orðið með minsta móti.
Tók landsstjórnin og bœjar- og sveitarstjórnir að gera ýmsar ráð-
stafanir, eftir því sem kostur var, til að bœta úr atvlnnuskortinum.
Meðal annara atvinnubóta lót stjórnin vinna að nýjum vegi milli
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Allmikið var gert til að afla innlends eldsneytis. í Reykjavík
og víðar var mótekja með mesta móti, og töluvert unnið að surtar-
brands- og brúnkolanámugrefti, sórstaklega í Tungunámu á Tjörnesi,
er landsstjórnin keypti og rak.
8. febrúar var Jón Helgason prófessor skipaður biskup landsins
og 22. apr/1 var hann vígður biskupsvígslu í Reykjavíkurdómkirkju.
15. nóv. kjöri Kaupmannahafnarháskóli Jón biskup heiðursdoktor.
31. október var 400 ára afmœlis siðaskiftanna minst með guðs-
þjónustu í öllum höfuðkirkjum lar.dsins.
Um sumarið var bygð loftskeytastöð / Reykjavík, og 16. nóv.
var bafnargeiðinni í Reykjav/k að mestu lokið, og fór' þá fram
afhending á henni af hendi N. C. Monbergs, og seldl hann bæjar-
stjórninni öll byggingartæki, áhöld og efnisleyfar ásamt húsum og
eporbrautum fyrir 550.000 kr.
Brunaslys urðu nokkur á árinu: 10. maí brann íbúðarhús á
Eakifirði, 30. ágúst bær á Syðri-Brekkum í Skagafirði og / s. m.
bær að Gröf / Miklaholtshreppi, 30. október brann /búðarhúslð á
Hvanneyri í Borgarfirði. — Heybrunar urðu og á nokkrum stöðum
°g á Glerárskógum og V/gholtsstöðum í Dölum brunnu hey og
útihús.
Slysfarir á sjó urðu með minua móti: 3. febrúar fórst bátur
með 4 mönnum í iendingu á Stokkseyri, snemma í október fórst
vólbátur úr Reykjavík, »Trausti«, á Húnaflóa með 7 mönnum og
^Beautiful Star«, þilskip með 6 mönnum. Seint í nóvember drukn-
uðu tveir menn af báti úr Garðinum. Nokkur skip strönduðu,
náðust sum þeirra út aftur, og 13. okt. sökk »Kópur«, skip úr
Reykjavík, undan Herdísarv/k, en menn björguðust.
I páskaveðrinu urðu úti kona frá Valbjarnarvöllum / Borgar-
firði og bóndi á Borg / Arnarfirði. Fleiri slyst'arir urðu á sjó og
landi.
Helztu mannalát á árinu: Jón Jónsson fyr umboðsmaður og
úreppatjóri 1 Ólafsv/k (16. jan.), Rögnvaldur Ólafsson bygginga-
tteistari í Reykjavík (14. febr.), Vigdís Ólafsdóttir frú í Reykja-