Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1920, Síða 20

Skírnir - 01.08.1920, Síða 20
178 Skraddarinn frækni. [Skírnir Konungur hrygðist ákaflega af því að sjá á bak öll- um sínum hraustu hermönnum fyrir eins manns sakir og leitaði bragða einhvern veginn að losast við hann, og óskaði að hann hefði skraddarann aldrei augum litið. Þó þorði hann ekki fyrir nokkurn mun að reka hann rrá hirðinni, því hann óttaðist, að skraddarinn mundi gjörast reiður, drepa hann og alla þegna hans og ryðja sér síðan til ríkis. Konungur hafði nú lengi áhyggjur miklar um þetta mál. Loks datt honum það ráð í hug, að hann lét kalla skraddarann fyrir sig. »Þareð eg veit, hversu mikill afreksmaðut' þú ert«, segir hann, »þá vil eg gera þér eitt boð. I skógi nokkr- um i riki mínu byggja tvö tröll; þau vinna oss og vor- um mönnum mikið ógagn í ránum, brennum og morðum;: tak nú vopn þau - og hlífar sem þér Jíkar og ráðst móti þeim. Verði þér þeirrar gæfu auðið að sigrast á tröllum þessum, mun eg gefa þér dóttur mína og hálft riki mitt í heimanmund. Hundrað riddara vel týgjaða skaltu hafa þér til fylgdar. »Hér er þó dálítill slægur í fyrir mig«, sagði skradd- araskinnið við sjálfan sig, — »margur hefir lotið að minna en heilli kóngsdóttur og hálfu konungsríki«. Hann svaraði máli konungs og sagði: »Tröllunum skal eg gjöra skil, herra, það er nú greinilegt, og þessa 100 riddara þarf eg raunar ekki, sá sem hefir haft »sjö i einu höggi<- er ekki hræddur við tvo dröngla«. Þessu næst fór skraddarinn til skógar þess, sem tröll- in voru í, og er þeir voru komnir nærri skóginum, sagði hann til riddaranna: »Bíðið þið mín hér á meðan eg fer að gamni mínu og drep tröllin; það skal ekki lengi stan'da. á þvi«. Síðan gekk hann inn í skóginn og litaðist vandlega um, hvort hann sæi ekki tröllin. Loks fann hann þau; þau lágu bæði undir tré og sváfu og hrutu ákaflega, svo tréð skalf og titraði og limarnar sveigðust til jarðar, eins- og í aftaka ofviðri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.