Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1920, Page 32

Skírnir - 01.08.1920, Page 32
190 Grrasafræðin i Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna. [Skirnir A þurrum og sendnum bölum yex mura, og segja þeir að rætur hennar sé sætar og bragðgóðar að vorinu, og sé etnar annarstaðar, einkum á Vestur- landi og minna í því sambandi á hin gömlu æfintýri um nýgift fólk, sem enduðu með orðunum: áttu börn og bur- ur grófu rætur og murur. í svipuðum jarðvegi nefna þeir geldingahnapp og gullkoll. Er sagt að gullkollur sé sjaldgæfur og fundarstaðar getið við Korpólfsstaði í Mosfellssveit. Síðar hefir gullkollur fundist víðar á 'Suð- vesturkjálkanum og í Njarðvík á Austurlandi. í nokkuð svipuðum jarðvegi eða þurum sjávarbökkum segja þeir að kattartungur vaxi. Er það auðvitað rétt, en kattar- tungur, sem sumstaðar á landinu eru nefndar fuglatung- ur, vaxa og i klettaskorum og breiðblaða afbrigði á sjávar- fitjum. í klettum, einkum við sjóinn, vex skarfakal og burnirót. Skarfakál fundu þeir í Lundey, og burnirót í Geldinganesi. Segja þeir að burnirótin sé hávaxin og blómgist síðast i mai eða snemma í júní. í klettum geta þeir einnig um hjartagras (holurt) og helluhnoðra. Hinn 18. ágúst 1755 fundu þeir í grjótinu við Brynjudalsá helluhnoði a með blómi, og var hann 10 þumlungar danskir á lengd. Þar fundu þeir einnig netlu neðan við klett- ana, og telja þeir hana sjaldgæfa. í fjallahlíðum og dölum segja þeir að ljóns- löpp og »stóra«l)-blágresi sé ríkjandi, en uppi á fjöllun- um gullbrá og fjallagrös. í aðaldráttum er þetta rétt, en fremur ónákvæm gróðrarlýsing. í f j ö r u n n i segja þeir að ekki sé um annað að ræða en þang og þara, sem notað sé til skepnufóðurs og á Kjalarnesi til eldiviðar hjá fátæklingum. Ekki þykir mér þessi lýsing nákvæm á fjörugróðrinum og vel máttu þeir geta. um sölin, því að enginn efi er á, að þeir hafa þekt þau. ‘) í registrinu fÍDst aðeins stórabligresi, en í Borgarfirði er nefnt storka-blágresi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.