Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1920, Page 40

Skírnir - 01.08.1920, Page 40
198 Grrasafræðin i Ferða'bók þeirra Eggerts og Bjarna. [Skiinir tegundir af því að nytsemi þeirra sé ekki enn þá kunn á íslandi. Þeir nefna þó litunarmosann (mosalitur) á nafn, en segjast ekki sjálfir hafa rannsakað liann neitt. Þeir nefna einnig barnamosa, hvítmosategund, sem þeir segjast hvergi hafa hitt annarstaðar en við hverinn í Deildartungu. Vex hann þar í rökum leirkendum og heit- um jaiðvegi, vökvaður heitum úða úr hvernum. Þurkað- ur er hann mjúkur ákomu. Hann er notaður í vöggu undir ungbörn og segja þeir það sé einasta gagnið, sem að honum sé. Um jurtafélögin er sagt að þau sé hin sömu og í Kjósarsýslu, og jarðvegur og tegundir svipaðar, þó telja þeir þrjár tegundir, sem þeir hafi ekki fundið í Borgar- firði, og hefðu getað talið fleiri. Því næst koma nokkrar jurtir, sem þeir telja sérstaklega borgfirzkar, en flestar þeirra eru það þó ekki, að öðru leyti en því að þær eru þar algengar eins og víða annarstaðar á landinu. Teg- undirnar eru þessar: storka-blágresi, mjaðurt, gullbrá, græðisúra, vatnsnafii, melasól, eyrarrós, brönugrös og sand- læðingur. Blágresið er algengt á heiðum, í dölunum og í fjallahlíðum og er eitthvert hið fegursta blómgresi Sauð- fé kýr og hestar snerta ekki blágresi nema hungur sverfi að. Áður fyrrum lituðu Vestfirðingar blátt með því og er það því kallað litunargras Er það skoðun þeirra að forn- menn hafi litað blátt með jurt þessari. Á Austurlandi segja þeir að svartur litur sé búinn til úr sorta og blágresi. M j a ð u r t er algeng í Hvalfirði. Segja þeir að hún hafi áður verið notuð við öl- og víngerð á Norðurlöndum. ífún er einnig notuð til að lita svart. G u 11 b r á er algeng, á öllum hálsum. Græðisúra er nefnd i Keykholti. Ox hún þar ofan á rennunni úr Skriflu í Snorralaug, í heitum jarðvegi og voru blöðin þverhandar breið. Vatnsnafla fundu þeir í Deildartungu í heitum jarðvegi. M e 1 a s ó 1 fundu þeir á Glitstaða hálsi, og segja að hún sé einkeunis- jurt fyrir Vesturland. Eyrarrós fundu þeir í Norður- árdal og síðar á nokkrum öðrum stöðum en segja þó að hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.