Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 12
10
VALUR
Fimmti flokkur, C-lið f. v.: Halldór Einarsson, þjálfari, Hörður Sverrisson, Guð-
finnur Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, Ellert Róbertsson, Asgeir Jakobsson (fyrir-
liði), Þorfinnur Ólafsson, Magnús Jónsson og Láturs Loftsson, þjálfari.
Fremri röð f.v.: Kristján Þórarinsson, Jón Guðbrandsson, Þröstur Lýðsson, Örn
Bragason, Hákon Arnþórsson, Birgir Jónsson og Örn Gunnarsson.
mætti segja og átti Valur að leika
fyrri leikinn hér heima. Valur taldi
verra að leika fyrri leikinn úti, af
fjárhagsástæðum fyrst og fremst.
Urðu nokkur bréfaskipti og erfið-
leikar að koma öllu saman. Albert
Guðmundsson bauðst til að aðstoða
og kom það sér vel. Belgar voru
hinir beztu við að eiga og loks var
ákveðið að Standard léki hér 29.
ág. og Valur 31. ág. í Belgíu. Enn
komu hindranir í veginn og varð
Standard að leika hér 22. ágúst,
sem einnig olli erfiðleikum, en allt
fór vel að lokum.
Gestirnir komu svo 21. ágúst og
leikurinn hófst á tilsettum tíma
eða 22. ág. kl. 7,30. Urslitin komu
flestum á óvart, því jafntefli varð
1:1.
Nú var hafizt handa um undir-
búning Belgíufarar. Þátttakendur
óskuðu að fá að bæta dögum við
ferðina, til ferðalaga úti. Farið var
héðan 30. ág. og flogið til Luxem-
borgar, og komið til Liege að
kveldi. Daginn eftir var borgin
og leikvangur Liege skoðað og
mátti sjá, að það voru engir fá-
tæklingar þar til húsa.
Leikið var í flóðljósi og lauk
leiknum með sigri heimamanna
8:1.
Valur lék betur en mörkin benda
til. Næsta morgun var lagt af stað
í fyrirhugað ferðalag, en heim var
komið 11. sept. eftir skemmtilega
og vel heppnaða ferð.
I landsleiJcnum og útvalsleikjum
léku eftirtaldir menn:
A-landslið: Árni Njálsson, Sig-
urður Dagsson, Hermann Gunn-
arsson og Reynir Jónsson.
Urvalslið landsliðsnefndar: Þor-
steinn Friðþjófsson, Reynir Jóns-
son, Ingvar Elísson, Hermann
Gunnarsson, Árni Njálsson og
Bergsveinn Alfonsson.
Landslið, 23 ára og yngri: Her-
mann Gunnarsson, Bergsveinn Al-
fonsson.
Reykjavíkurúrval: Þorsteinn
Friðjónsson, Halldór Einarsson,
Reynir Jónsson, Ingvar Elísson,
Hermann Gunnarsson, Árni Njáls-
son, Hans Guðmundsson.
Jónsbikarinn (stigabikarinn).
Nú var þessi fagri gripur af-
hentur öðru sinni, til varðveizlu
næsta tímabil hjá þeim ílokk fé-
lagsins, sem flest stig hafði hlotið
á keppnistímabili sumarsins. 4.
flokkur B hlaut flest stigin, og
varð því handhafi bikarsins að
þessu sinni.
Afhending fór fram á fjölsótt-
um fundi og afhenti form. deild-
arinnar fyrirliða 4. flokks bikar-
inn og þakkaði drengjunum frá-
bæran dugnað í leik og starfi, og
þá þakkaði form. Róbert Jónssyni
og Stefáni Sandholt fyrir hinn
góða árangur og vel unnin störf í
þágu félagsins og flokksins. Nú
vill svo til að Róbert var þjálfari
5. flokks, sem hlaut bikarinn árið
áður, og þar við bætist, að nú að
loknu keppnistímabili kemur í ljós,
að 4. flokkur er aftur sigurvegari
í stigakeppninni og verður hand-
hafi bikarsins á nýjan leik.
Að lokum þakkar stjórnin öll-
um félagsmönnum margþætta
hjálp og velvilja henni til handa,
og skorar á alla Valsmenn að
standa þétt saman um okkar mál-
efni. Árangurinn hefur verið góð-
ur, en það er hægt að bæta um
margt og lagfæra, en ef allir eru
einhuga um velfarnað félagsins,
þá lítum við björtum augum á
framtíðina. Björn Carlsson
(formaður).
Elías Hergeirsson,
hinn trausti og ábyggilegi Valsmað-
ur, sem tekið hefir forustu í knatt-
spymudeildinm.
Efni, sem býður
næsta blaðs
I þessu afmælis- og jólablaði hefir
svo til viljað, að blaðið hefir stækk-
að meira í meðförunum en við gerð-
um upphaflega ráð fyrir, svo að við
höfum því miður orðið að geyma
til næsta blaðs ýmsar skrár saman-
dregnar yfir 5 árin úr knattspym-
unni og handknattleiknum, og enn-
fremur skrá yfir stjórnir og nefndir
á tímabilinu. Þá bíður næsta blaðs
göngulag og ljóð á nótum, tileinkað
Val, eftir Snorra Halldórsson. Biðj-
um við alla þá, sem gaman liafa af
þessum fróðleik, velvirðingar á þessu,
en lofum bót og betmn í næsta blaði,
ef við kollsiglum okkur þá ekki núna,
og töpum traustinu. Rit.