Valsblaðið - 24.12.1966, Page 13

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 13
VALUR 11 Aðalfundur hand- knattleiksdeitdarinnar Aðalfundur Handknattleiksdeildar Vals var haldinn sunnudaginn 11. desember í Félagsheimilinu. Páll Guðnason var kjörinn fundarstjóri og fundarritari var kosinn Ágúst ögmundsson. Garðar Jóhannsson las upp fund- argerð síðasta aðalfundar. Skýrslu stjóraar deildarinnar flutti formaður hennar, Þórarinn Eyþórsson, og var hún hin ítarleg- asta og bar vott um gott starf á ár- inu, og vísast til hennar hér á öðr- um stað i blaðinu. Þá las Karl Harry Sigurðsson reiltninga deildarinnar. Nokkrar umræður urðu um skýrslu og reikninga, og starfsemin rædd vítt og breitt, og ríkti mikill áhugi á fundinum og samhugur. Þegar að stjórnarkjöri kom var Þórarinn Eyþórsson tilnefndur sem formaður fyrir næsta ár, en hann Hermann Gnnnarsson í landliöspeysu handknattleiksins, en peysa landsliðsins í knattspymu klæðir hann eklci síður. baðst eindregið undan endurkosn- ingu og var það tekið til greina. Var þá tilnefndur Garðar Jóhannsson, sem var varaformaður síðasta ár, og var hann einróma kjörinn formaður. Með honum í stjórninni voru kosin: Karl Harry Sigurðsson, Guðbjörg Árnadóttir, Ágúst Ögmundsson og Finnbogi Kristjánsson. 1 varastjórn voru kosnir: Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Ingimundarson og Guð- mundur Ásmundsson. Garðar Jóhannsson kvað sér hljóðs og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt með þvi að kjósa sig sem formann. Hann kvaðst treysta á samstarfs- vilja fólksins og kvaðst mundi gera sitt bezta á komandi ári. Þá flutti Hermann Gunnarsson stutt og skeleggt ávarp til Þórarins Ey})órssonar, og þakkaði honum frá- bært starf fyrir handknattleikinn i Val, og það væri handknattleiks- mönnum félagsins mikið gleðiefni, að I>órarinn ætlaði að þjálfa flokk- ana í komandi framtíð. Var gerður góður rómur að máli Hermanns. Bjöm Carlsson fyrrverandi for- maður Knattspyrnudeildar Vals þakkaði það samstarf sem verið hefði með handknattleiksdeildinni og knattspymudeildinni á liðnum ár- um, og vonaði að það héldi áfram. Þórarinn þakkaði þau hlýju orð sem fallið hefðu í sinn garð. Að lokum ávarpaði fundarstjóri og formaður Vals Þórarin og þakk- aði honum það mikla starf sem hann hefði innt af höndum á um- liðnum árum. Milli 40 og 50 menn sóttu fund- inn. Á-\-F. VEIZTU ? að það er talið mjög sennilegt að Róm- verjar hafi, um það leyti sem Krist- ur fæddist, leikið nokkurskonar knattspyrnu, og að leikur þessi hafi verið vinsæll meðal hermanna, að því er haldið fram að Ágústus keisari, sem þá ríkti hafi bannað leikinn vegna þess að hann væri alltof vægur fyrir liennenn, og skapaði ekki þá þjálfun sem þeim væri nauðsynleg undir erfiði hernaðarins. GARÐAR JÓHANNSSON: „Treysti á fólkið og samstöðuna við það“ Valsblaðið átti örstutt samtal við hinn unga nýkjörna formann hand- knattleiksdeildarinnar, Garðar Jó- hannsson, eftir aðalfund deildarinn- ar, og spurði hvemig honum litist á þetta nýja starf i Val? Mér lízt vel á það. Ég hefi að visu ekki verið í handknattleiknum nema 3—4 ár, en mér hefir fallið vel við félagslífið í Val og hefi verið þar síðan ég fluttist hingað frá Vest- mannaeyjum. Ég trevsti á fólkið, og vona að það takist samstaða við keppenduma og okkar i milli sem höfum tekið að okkur að stjóma handknattleiksmál- mn félagsins, og þá ekki sízt við þjálfarana. Þar er það fyrst og fremst Þórar- inn, sem allt hefir staðið og fallið með á umliðnum árum, og má segja að hann hafi verið potturinn og pannan í handknattleiknum í Val, og útkoman ber manninum fagurt vitni. Annars hefir maður vist ekki mikla hugmynd um hvað maður er að ráðast í og taka að sér. Þar verð- ur það reynslan sem sker úr hvort inaður er hæfur í þetta eða ekki. Það er eins og ég sagði áðan, að allt veltuf á samstarfi og samstöðu allra þeirra sem að þessu vinna. Ég treysti á samstarf stjómarinnar og að hún verði þeim vanda vaxin, að leysa þau vandamál sem þessu fylgja og ævinlega koma upp. F. H.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.