Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 16
14
VALUR
VALKYRJUR VALS
MYNDSKÝRING
Það mun einsdæmi í íslenzkum handknattleik, að kvennaflokkur færi
félagi sínu þrjá bikara til eignar á sama árinu. Þetta gerðu handknatt-
leiksstúlkur Vals í ár.
íslandsbikarinn inni unninn 3 ár í röð,
Islandsbikarinn úti unninn 3 ár í röð og
Reykjavíkurbikarinn unninn einnig í 3 ár í röð.
Hér er ekki um neina heppnissigra að ræða, hér eru yfirburðir eins
og eftirfarandi tölur sýna: Þær hafa leikið 37 leiki, unnið 36 og tapað
einum. Þær hafa skorað 426 mörk gegn 207.
Hér hafa óvenjulega duglegar stúlkur verið að verki, stúlkur, sem
sannarlega eru stolt okkar Valsmanna. Það er vafasamt, að þetta met
verði slegið á næstunni og að önnur félög komi til með að sýna neitt
svipað á komandi tímum.
Við Valsmenn þökkum þessum þróttmiklu stúlkum, sem um leið
hafa gefið þeim yngri fagurt fordæmi. Við óskum þeim til hamingju
með þennan glæsilega árangur.
Á þessari sigurstundu megum við ekki gleyma, að stúlkurnar hafa
ekki staðið einar á þessari sigurgöngu, þær hafa haft Þórarin þétt
við hlið sér og hann hefur leitt þær ákveðið, öruggt og miskunnsamt
eftir þessari vandrötuðu leið. Iionum ber líka þakkir og heiður.
F. H.
Fremri röð f.v.
Elín Eyvindsd., Anna B. Jó-
hannesd., Ólöf Stefánsd., Guð-
björg Árnad., Katrín Her-
mannsd., Margrét Krístjánsd.,
Björg Guðmundsd.
Aftari röð f.v.
Ása Krístjánsd., Ragnheiður
Þorsteinsd., Elínborg Krístj-
ánsd., Hrafnhildur Ingólfsd.,
Vigdís Pálsd., Þórarínn Ey-
þórsson fijálfari, Sigrún Guð-
mundsd., Kristín Jónsd., Ragn-
lieiður Lárusd., Sigríður Sig-
urðard., Erla Magnúsd.,
Á myndina vantar Sigrúnu
Ingólfsd., Báru Guðjónsd.,
Ingibjörgu Kristjánsd., Hrefnu
Pétursd. og Sigrúnu Geirsd,