Valsblaðið - 24.12.1966, Page 20

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 20
18 VALUR síðan verið eitt traustasta frelsis- vígi þjóðarinnar. Á þessu ári var og Fiskifélag íslands stofnað og hið fsl. Bók- menntafélag, sem nýlega hefur minnzt 150 ára afmælis síns, flutti þetta ár heim frá Kaupmannahöfn. Þá var einnig reist og afhjúpuð myndastytta Jóns Sigurðssonar, fyrir framan stjórnarráðið. Vígð var stór brú í Borgarfirði og viti gjörður á nyrzta tanga landsins. En austur á landi, Seyðisfirði, var byggð fyrsta fullkomna rafmagns- vatnsvirkjun landsins. Þá voru „lifandi myndir“ teknar í fyrsta sinn hérlendis, var það af glímu og síðast en ekki sízt var íþrótta- völlurinn nýi á Melunum vígður með „pomp og pragt“ að viðstöddu miklu fjölmenni, 1500 manns. Iþróttafélögin í bænum stóðu að þessu mannvirki, en völlurinn var girtur alinnar hárri bárujárns- girðingu. Hlutu íþróttafélögin 2500 króna styrk til verksins frá Reykjavíkurbæ. Ýmislegt fleira merkilegt gerð- ist á hinum opinbera vettvangi, og holskeflur stjórnmálanna risu hátt, eins og oft fyrr 0g síðar, og hrufu með sér í útfallinu ráðherr- ann, sem þá var Björn Jónsson. Af þessu stutta yfirliti um at- hafnir og atburði þessa árs, má ljóst vera, að margt hefur skeð og að ekki var legið á liði sínu, Einar Björnsson, þúsuncL þjala smiður í félagsmálum, og aðdáandi liandknatt- leiksins. og miðað við allar aðstæður er hér um miklar og margvíslegar fram- kvæmdir að ræða. Eins atburðar er þó ekki getið í annálum þessa tímabils, en það er, að snemma á árinu komu piltar saman í húsakynnum KFUM í Reykjavík, þar sem þeir voru fé- lagar og stofnuðu félag, sem hafði það helzt að markmiði að spyrna knetti á milli sín. Svo er sagt að fyrsti knöttur- inn, sem Valur, en það nafn hlaut félagið, eignaðist, hafi komið velt- andi undan skrifborði Jóns Sig- urðssonar. Er þetta vissulega táknrænt. Með leyfi séra Friðriks Frið- rikssonar, framkvæmdastjóra KF UM, var Valur stofnaður á sín- um tíma, en í næsta mánuði hinn 11. maí eru 55 ár liðin frá því að sá merkisatburður gerðist. Sá víð- sýni maður, séra Friðrik, skynj- aði fljótlega, mörgum öðrum bet- ur, uppeldisgildi knattspyrnunnar og íþrótta yfirleitt. Séra Friðrik var sérstæður forystumaður að allri gerð. Eitt meðal aðalsmerkja hans var hinn næmi skilningur, hann skyldi alla og allt í einni sjónhending, öðrum fremur, einn- ig knattspyrnuíþróttina. Minnast má því séra Friðriks við vallar- gerð, að stjórna lágvöxnum félög- um sínum með funa áhugans í æð- um, við að skapa sæmileg æfinga- skilyrði og síðar mátti einnig sjá séra Friðrik með flautu í hendi æfa þessa áhugasömu frumherja í að fara sem bezt með knöttinn og innræta þeim sem bezt skiln- ing á gildi samstarfsins til að ná settu marki. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því þetta var. En ennþá er í fullu gildi sú brýning séra Frið- riks til frumherjanna, að sýna góðan og drengilegan leik og að vinna sigur á sjálfum sér öðru fremur. Eitt sinn var amerískur stúdent í Oxford að því spurður, hvað hon- um þætti merkilegast í háskólalífi Englendinga. Hann svaraði: Það þykir mér merkilegast, að hér eru þrjú þúsund ungir menn, sem hver og einn kysu heldur að bíða ósig- ur í leik, en leika ódrengilega. Hér ber allt að sama brunni, enda verður vart uppeldisgildi íþrótta borið glæsilegar vitni. Mætti allt vort íþróttastarf mót- ast hér af. Senn er Valur, vort kæra félag, 55 ára. Ég mun ekki fara hér að rekja þá sögu, sem hér hefur verið sköpuð á liðnum áratugum. I-Iún er þegar til skráð. Ég minni þó á það, að Valur er stofnaður á merku framkvæmdaári í sögu þjóðar vorrar, þar sem m. a. var lagður grundvöllur að ýmsu því merkasta er að framtíðinni lýtur. Valur og Valsfélagar hafa sýni- lega tekið í arf þá framkvæmda- þrá og þann framkvæmdahug, sem einkenndi stofnárið með þjóðinni. Formaður Fulltrúaráðsins afhendir, fyrir hönd þess, Páli Guðnasyni, formanni Vals, fjárupphieð, sem nota slcal til þjálfunar. Filippus Guðmundsson í miðið.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.