Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 20

Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 20
18 VALUR síðan verið eitt traustasta frelsis- vígi þjóðarinnar. Á þessu ári var og Fiskifélag íslands stofnað og hið fsl. Bók- menntafélag, sem nýlega hefur minnzt 150 ára afmælis síns, flutti þetta ár heim frá Kaupmannahöfn. Þá var einnig reist og afhjúpuð myndastytta Jóns Sigurðssonar, fyrir framan stjórnarráðið. Vígð var stór brú í Borgarfirði og viti gjörður á nyrzta tanga landsins. En austur á landi, Seyðisfirði, var byggð fyrsta fullkomna rafmagns- vatnsvirkjun landsins. Þá voru „lifandi myndir“ teknar í fyrsta sinn hérlendis, var það af glímu og síðast en ekki sízt var íþrótta- völlurinn nýi á Melunum vígður með „pomp og pragt“ að viðstöddu miklu fjölmenni, 1500 manns. Iþróttafélögin í bænum stóðu að þessu mannvirki, en völlurinn var girtur alinnar hárri bárujárns- girðingu. Hlutu íþróttafélögin 2500 króna styrk til verksins frá Reykjavíkurbæ. Ýmislegt fleira merkilegt gerð- ist á hinum opinbera vettvangi, og holskeflur stjórnmálanna risu hátt, eins og oft fyrr 0g síðar, og hrufu með sér í útfallinu ráðherr- ann, sem þá var Björn Jónsson. Af þessu stutta yfirliti um at- hafnir og atburði þessa árs, má ljóst vera, að margt hefur skeð og að ekki var legið á liði sínu, Einar Björnsson, þúsuncL þjala smiður í félagsmálum, og aðdáandi liandknatt- leiksins. og miðað við allar aðstæður er hér um miklar og margvíslegar fram- kvæmdir að ræða. Eins atburðar er þó ekki getið í annálum þessa tímabils, en það er, að snemma á árinu komu piltar saman í húsakynnum KFUM í Reykjavík, þar sem þeir voru fé- lagar og stofnuðu félag, sem hafði það helzt að markmiði að spyrna knetti á milli sín. Svo er sagt að fyrsti knöttur- inn, sem Valur, en það nafn hlaut félagið, eignaðist, hafi komið velt- andi undan skrifborði Jóns Sig- urðssonar. Er þetta vissulega táknrænt. Með leyfi séra Friðriks Frið- rikssonar, framkvæmdastjóra KF UM, var Valur stofnaður á sín- um tíma, en í næsta mánuði hinn 11. maí eru 55 ár liðin frá því að sá merkisatburður gerðist. Sá víð- sýni maður, séra Friðrik, skynj- aði fljótlega, mörgum öðrum bet- ur, uppeldisgildi knattspyrnunnar og íþrótta yfirleitt. Séra Friðrik var sérstæður forystumaður að allri gerð. Eitt meðal aðalsmerkja hans var hinn næmi skilningur, hann skyldi alla og allt í einni sjónhending, öðrum fremur, einn- ig knattspyrnuíþróttina. Minnast má því séra Friðriks við vallar- gerð, að stjórna lágvöxnum félög- um sínum með funa áhugans í æð- um, við að skapa sæmileg æfinga- skilyrði og síðar mátti einnig sjá séra Friðrik með flautu í hendi æfa þessa áhugasömu frumherja í að fara sem bezt með knöttinn og innræta þeim sem bezt skiln- ing á gildi samstarfsins til að ná settu marki. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því þetta var. En ennþá er í fullu gildi sú brýning séra Frið- riks til frumherjanna, að sýna góðan og drengilegan leik og að vinna sigur á sjálfum sér öðru fremur. Eitt sinn var amerískur stúdent í Oxford að því spurður, hvað hon- um þætti merkilegast í háskólalífi Englendinga. Hann svaraði: Það þykir mér merkilegast, að hér eru þrjú þúsund ungir menn, sem hver og einn kysu heldur að bíða ósig- ur í leik, en leika ódrengilega. Hér ber allt að sama brunni, enda verður vart uppeldisgildi íþrótta borið glæsilegar vitni. Mætti allt vort íþróttastarf mót- ast hér af. Senn er Valur, vort kæra félag, 55 ára. Ég mun ekki fara hér að rekja þá sögu, sem hér hefur verið sköpuð á liðnum áratugum. I-Iún er þegar til skráð. Ég minni þó á það, að Valur er stofnaður á merku framkvæmdaári í sögu þjóðar vorrar, þar sem m. a. var lagður grundvöllur að ýmsu því merkasta er að framtíðinni lýtur. Valur og Valsfélagar hafa sýni- lega tekið í arf þá framkvæmda- þrá og þann framkvæmdahug, sem einkenndi stofnárið með þjóðinni. Formaður Fulltrúaráðsins afhendir, fyrir hönd þess, Páli Guðnasyni, formanni Vals, fjárupphieð, sem nota slcal til þjálfunar. Filippus Guðmundsson í miðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.