Valsblaðið - 24.12.1966, Page 28

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 28
26 VALUR dvöldust þá og þá stundina. Ég hét því þá að láta þetta ekki henda mig, og þó var það síðar ekki langt frá að ske. Lítil vinna var fyrir mig um borð, en mikið um leiki, hvíld og skemmtanir. Er ég kom úr þessari skipsferð hitti ég stúlku í Kaupmannahöfn, sem ég að vísu hafði séð hér heima, en aldrei kynnzt, og var hún þó góð vinkona mágkonu minnar. — Þessi stúlka varð ári síðar konan mín, er ég kom heim í fyrsta skipti í 3 ár, til þess að gifta mig. Fór hjónavígslan fram í tjaldi í Vatna- skógi og framkvæmdi sr. Friðrik Friðriksson þá athöfn. Þarna í tjaldinu var komið fyrir litlu alt- ari, þar var einnig lítið orgel. — Drengjakór söng, og höfðu dreng- irnir tínt heilt teppi af fjólum á tjaldgólfið. Unaðslegri ramma um brúðkaup get ég ekki hugsað mér. Það hefur verið konu minni og mér innileg gleði að sonur okkar sem fæddist í Odense 1944, hefur alla tíð verið mjög áhugasamur ,,Skógarmaður“ í KFUM. Hvernig slcrifar maður doktors- ritgerð ? Það er með eins mismunandi hætti og þær eru margar. Ég fyrir mitt leyti leiddist út í það fyrir til- viljun. Ég fór ekki af stað með rannsóknir mínar með það fyrir augum. Eftir að ég hafði hlotið almenna menntun á ýmsum spítölum í Dan- mörku, fór ég í sérfræðina, lungna- berkla. Ég fékk snemma áhuga á sérstakri undirgrein, sýklafræð- inni. Ég tók að rækta berklabak- teríur, á til þess gerðu æti. Við þetta starf komst ég að raun um að berklaveikt bændafólk á Vestur- Jótlandi, þar sem mikið var um berkla í kúm, hafði að verulegu leyti aðra sýklategund, þ.e. kúa- berkla, en sjúklingar í bæjunum, sem nær einvörðungu höfðu mannaberkla. Ég skýrði frá þessu á fundi sérfræðinga í Kaupmanna- höfn, og það varð til þess að for- stöðumaður berkladeildarinnar á Statens Seruminstitut í Kaup- mannahöfn, síðar prófessor, fékk fe áhuga fyi'ir þessu, og við fórum að vinna saman að þessum rann- sóknum. Þegar ég var búinn með minn námstíma, og ætlaði heim, fátækur að aurum, og kom til að kveðja, sagði hann, að ég hefði engan veginn lokið hlutverki mínu í þessu landi, Danmörku. Ég skildi nú ekki alveg, hvað hann átti við, en hann vildi eindregið að ég héldi áfram rannsóknum mínum. Hann fór beina leið með mig til forstjóra stofnunarinnar, og þáði ég veitingar hjá honum, á meðan við sátum þarna og drukkum te, tóku þeir að hringja í ýmsar áttir, og áður en ég stóð upp höfðu þeir útvegað mér háan styrk til frek- ari rannsókna. Ég hafði byrjað rannsóknir þess- ar og þar með að notfæra mér styrkinn, þegar styrjöldin brauzt út 1939. Ég gat því ekki farið heim yfir Petsamó, í stríðsbyrjun, eins og svo margir landar mínir, sem lokazt höfðu inni í Danmörku. Rannsókninni varð að ljúka. Það var að vísu vitað að sumir berklasjúklingar höfðu kúaberkla, þótt langflestir væru með manna- berkla. En almennt var álitið að kúaberklarnir bærust í menn að- eins með mjólkinni, en umræddar niðurstöður mínar bentu til ann- ars. Rannsóknir mínar snérust þá aðallega um: 1) Samanburð á tíðni þessara sýklategunda, annars- vegar hjá bændafólki, og þá sér- staklega bændafólki sem hefði ver- ið í snertingu við berklaveikar kýr, og hinsvegar hjá bæjarbúum. 2) Samanburð á sjúkdómseinkenn- um og gangi veikinnar hjá sjúkl- ingum með kúaberkla. 3) Athugun á hugsanlegum smitunarleiðum. Erfiðast var að fá sveitafólkið á Vestur-Jótlandi til að taka þátt í þessum rannsóknum, en ég varð að fá nægilega marga á öllum aldri til að vera með, segja sjúkrasögu sína, ganga undir berklapróf og í flestum tilvikum ferðast til næsta sjúkrahúss, að meðaltali um 8 km. vegalengd til röntgenrannsóknar. Fyrst tók ég fyrir ákveðin svæði, sveitarfélag með rúmlega 200 bóndabæjum, og fékk 82% af fjöl- skyldunum til að taka þátt í rann- sóknunum. Síðar fékk ég upplýs- ingar hjá hlutaðeigandi dýralækn- um um hvernig hefði verið ástatt um berklaveiki í kúm á þessum bæjum, auk þess rannsakaði ég fólk á 100 býlum, þar sem höfðu verið berklaveikar kýr, og fólk á öðrum 100 býlum, þar sem ekki höfðu verið kúaberklar. Alls voru þetta um 1800 manns, sem rann- sakaðir voru. Nú hósta berklaveikar kýr og spýta, ekki minna en sjúklingarnir. Þær gera það bara algerlega tillits- laust. Ég tók hráka af gluggum og veggjum fyrir framan kýrnar, og ryk af bjálkum í fjósum og tókst að rækta lifandi berkla frá öllu þessu. Ég athugaði ennfremur veik- indi 556 sjúklinga, sem ýmist höfðu manna- og kúaberkla, og sýndi fram á að veikin hagaði sér nákvæmlega eins hjá báðum þess- um hópum. 1 Ribe-Amti, þar sem rannsóknirnar fóru fram, fundust kúaberklar hjá 43% af berkla- veiku bændafólki og á einstaka stað fór það yfir 50%. Ég þóttist færa rök fyrir því að þetta fólk hefði smitazt við innöndun í fjós- inu á sama hátt og sjúklingar með mannaberkla hafa smitazt í návist annarra sjúklinga. Á þessum stríðsárum komu þrír fimbulvetur, og oft erfitt að kom- ast á milli bæja. Ég varð að heim- sækja um 600 býli, og fara allt á reiðhjóli. Ég var orðinn svo þjálf- aður í þessum hjólreiðum, að mér var alveg sama hvort ég hjólaði eða sat. Oft sat ég á hjólinu í frost- inu á víðavangi og borðaði nestið mitt. Það voru margar ræðurnar sem ég varð að halda, fyrst yfir kann- ski öðrum húsráðanda og síðan yfir hinum, og loks yfir hjúun- um, sem höfðu, meðan á þessu stóð, verið við störf annars staðar. Margir áttu erfitt með að skilja ágæti eða þýðingu þessara rann- sókna, en samt var mér yfirleitt vel tekið, og víða mjög vel. Ég stend í mikilli þakklætisskuld við þetta ágæta fólk. Um þetta leyti var unnið markvisst að því að út- rýma berklaveikiíkúmíDanmörku, og því er nú lokið fyrir mörgum árum. Á Islandi hafa aldrei verið kúaberklar, en komið hefur fyrir að kýr hafa sýkzt hér af manna-

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.