Valsblaðið - 24.12.1966, Page 35

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 35
VALUR 33 þurfti að fjarlægja mykju og hrossatað úr miðborginni og það þoldi yfirleitt ekki bið, það varð að gerast, og eftir að ég náði þeim þroska, að ég réði við þetta, varð ég að annast þessi störf, aka þessu á tún, sem hún hafði á leigu eða þá í kálgarða, sem í þá daga voru víðs vegar um bæinn. Þetta var og þáttur í tekjuöflun heimilisins. Þessi átök fengu oft svo á mig, að ég var á báðum áttum að hætta allri knattspyrnu og sinna þeim verkum, sem fósturmóðir mín ætl- aðist til af mér. Það var eiginlega Agli Kristbjörnssyni að þakka eða kenna, að ég lét ekki verða af þessu, því hann kom oft hjólandi til mín, eftir að við fórum að heyja í bænum á Sunnuhvolstúnunum, og suðaði í mér að koma á æfingu og oftast endaði það svo, að ég fékk að fara eða fór. Það má segja að þessi, ef svo mætti kalla, innri bar- átta stæði fram undir 1940. Þrátt fyrir það, að væri held- ur brösótt með æfingar, mun ég, eins og ég sagði áðan, hafa byrjað að keppa í þriðja flokki 1929, og svo hélt ég áfram í öðrum flokki. Ég, og við, vorum líka svo heppn- ir að fá Sörensen sem þjálfara um þetta leyti og ég held, að ég hafi búið að því alla tíð og félagið í heild, að njóta tilsagnar Sörensens. Hann lagði svo mikla áherzlu á réttar spyrnur og samleikinn, og yfirleitt leikni með knöttinn. Fyrsta leik minn í meistaraflokki lék ég 1935, er ég kom inn í úr- slitaleiknum það ár, sem við unn- um KR 1:0; Agnar Breiðfjörð skoraði markið. Það var stórt augnablik og sá leikur, sem ég man einna bezt eftir, taugarnar voru, eins og sagt er í dag, í rusli, en þetta gekk allt vel. Næsti leik- ur minn var svo við Djerv í Berg- en, en Valur fór sem kunnugt er í keppnisför um Noreg og Dan- mörku daginn eftir leikinn við KR. Ég minnist líka þess, að þetta sumar var ég í vegavinnu á Þing- völlum, en þá voru þar og Snorri Jónsson og Sigurpáll Jónsson og margir fleiri unglingar og þar var knöttur með í förinni og hann óspart notaður. Man ég eftir velli einum í hraunbolla, og komið þar fyrir mörkum, en bollinn var Þarna tekur Siguröur þátt í að ryðja völl, annar maður frá vinstri. Þarna eru noklcrir úr hópnum af HverfisgöUmni: Magnús Bergsteinsson lengst til vinstri, Björgúlfur við hlið Sigurðar og lengst i burtu, í dökkum jakka, Grimar í Varmá. þannig í laginu að ekki sást milli markanna fyrir hraunnefi, sem skagaði fram, en framhjá því var# farið til að komast að markinu! Þetta var skemmtilegt. Þá var það Bjarni Guðbjörnsson (nú banka- stjóri á Isafirði), sem sótti okkur til þess að taka þátt í leikjum í bænum! Skemmtilegir leikir, samherjar, mótherjar, og eftirminnileg atvik? Þetta hefur í rauninni allt verið skemmtilegt og ég tala nú ekki um, þegar litið er til baka. Það var að sjálfsögðu gaman að leika fyrsta leikinn í meistaraflokki og gaman að taka þátt í fyrsta lands- leiknum á Islandi 1946 gegn Dan- mörku með öllu því, sem í kring- um það var. Ég hef kynnzt mörg- um góðum mönnum, bæði sam- herjum og mótherjum, en satt að segja hefur mér alltaf fundiztmest gaman að æfingunum. Ég hef not- ið þess að vera í æfingum með strákum, sem hafa gaman af að leika sér. Ég hefði verið sáttur við guð og menn, þótt ég hefði ekki þurft að keppa, þótt sigur geti ver- ið „sætur“, en maður kemst ekki hjá því að tapa. Annars er ekkert um minn knattspyrnuferil að segja, ég hef verið í þessu mér til skemmtunar og hressingar. Vegna þátttöku minnar í íþrótt- unum hef ég tekið þátt í 7 utan- ferðum, sem ég hefði ella ekki far- ið í, og skemmtilegasta ferðin var för Vals til Noregs 1950, en þá ferð undirbjó Gunnar heitinn Ax- elsson og að leikurinn í Hauga- sundi hafi verið skemmtilegasti leikurinn, sem ég hef verið með í að leika. Við unnum hann 7:3. Móttökur Norðmannanna voru líka svo elskulegar, að ég minnist ekki annars eins úr öðrum ferðum. Þar kom fólkið með í ferðir okk- ar og komumst við því í nánara samband við það en ég þekki til. Telur þú, að knattspyrna sé eins góð og þegar Valur var á toppn- um hér áður fyrr? Það er ákaflega erfitt að vega og meta það. Ég er þó viss um að knattspyrnunni hrakaði hér á stríðsárunum og ég er sannfærð- ur um, að knattspyrnan 1935—’40 var betri en knattspyrnan frá 1940 —’45. Maður getur ekki borið saman þessi lið nú og áður. Hins vegar finnst mér, að knattspyrn- an ætti að standa mörgum þrep- um ofar nú miðað við aðstæður og æfingaskilyrði. Hvað Val snertir t. d. má benda á, að allar æfingar fóru fram á Melavellinum og hin félögin æfðu þar einnig. Fyrir nú utan það, að við fengum aldrei notið þess að æfa á grasi. Á ár- unum frá 1933 og fram að stríðs- byrjun kom sem svarar eitt erlent

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.