Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 38

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 38
36 VALUR Skíðaferð suður Sprengisand veturinn 1925 hin örlagaríku orð mín. Ég var áhorfandi að knattspyrnuleik milli KR og Vals, og ég var spurður um skoðun mína á leiknum. Og ég sagði: „Þetta er ekki knattspyrna, það er aðeins hlaup og spörk.“ Ég meinti þetta einlæglega, og ugði ekki að þessi orð mín yrðu til þess að ég gerðist félagi í Val og tæki að mér þjálfun þar. Það er ekki mitt að skrifa um árangurinn af þessu starfi mínu. En svona er það, mað- ur á að hugsa áður en maður svar- ar, og þó maður álíti að svarið sá bæði rétt og í einlægni sagt. Afskipti mín af íþróttum hafa að sjálfsögðu ekki leitt til mikilla afreka, til þess var heldur ekki að- staða, en íþróttirnar hafa veitt mér mikla ánægju og margt annað gott. Bönd vináttu og félagsskapar hafa verið hnýtt saman fyrir at- beina íþróttanna, og vegna þeirra fannst mér ég vera meiri Islend- ingur en Norðmaður, að minnsta kosti vil ég segja að ég sé að hálfu íslendingur og að hálfu Norðmað- ur, og það meina ég enn þann dag í dag. Sextán ár er ekki langur tími, en þó nógu langur til þess að festa rætur bæði menningarlega og and- lega, og oft hugsa ég meir sem Is- lendingur en Norðmaður. Þessvegna hlakka ég alltaf til að ferðast til íslands og heilsa þar gömlum vinum mínum. Innan íþróttanna hef ég á liðn- um mörgum árum hitt marga menn, bæði karla og konur, sem með persónuleika sínum hafa haft djúp áhrif á mig. ísland hefur verið heppið að hafa átt marga góða og áhuga- sama íþróttaleiðtoga, sem vinna af lífi og sál að hugsjónum sínum á þessu sviði. Það væri ómögulegt fyrir mig að nefna alla þá sem vcrðskulduðu að þeirra væri getið. Én fyrir mér er samt ein persóna innan íþróttanna á íslandi sem ég sérstaklega vil nefna, en það er hinn látni forseti íþróttasambands Islands Carl W. Tulinius. Áhuga- samari manni fyrir útilífi og íþrótt- um hef ég aldrei kynnzt. Hann var persónuleiki sem hafði áhrif á alla, sem kynntust honum. Fyrir hann var æskan og landið eitt. Iþrótta- hreyfingin á íslandi hefur honum Eftir L. H. Muller. Við vorum fjórir í förinni: Reidar Sörensen skrifstofusljóri, Tryggvi Einarsson frá Miðdal, Axel Gríms- son og ég. Við lögðum af stað frá Reykjavík 10. marz og fórum á gufuskipi til Akureyrar. Þangað komum við 14. marz. Þá var þar sólskin og vor- blíða, og kom okkur það illa, því að við höfðum treyst á, að snjóalög væru mikil og skíðafæri gott norður þar. En nú var þar auð jörð. Stein- grímur læknir Matthíasson hafði ætlað sér að slást með í förina, en hafði svo illar spurnir af færðinni, að hann fór hvergi. Margir menn á Akureyri löttu olckur fararinnar og töldu mörg tormerki á því, að við gætum komið henni fram, en við félagar vorum allir hinir þverustu og gáfum engan gaum að slíkum fortölum. Við liöfðum búið okkur liið bezta til ferðarinnar og höfðum sannarlega mikið að þakka. Fyrir honum var heilbrigð og hraust æska það sem landið þarfnaðist, land þar sem lífsbaráttan var harðari en á mörgum öðrum stöð- um, land sem bæði menningarlega og andlega þurfti margs að gæta og varðveita. Menningararfs sem snertir alla góða íslendinga, og hver er ekki góður íslendingur þegar það varðar söguna, og ekki sízt málið, síðasta vígi hinnar nor- rænu menningar í heiminum. I þessum manni eiga íþróttaáhuga- samir Islendingar fyrirmynd sem er vel þess virði að fylgja eftir á komandi tímum. Svo sendi ég mínu gamla góða íþróttafélagi, Val, mínar beztu ósk- ir með Valsblaðið og framtíð þess. Ég vona að blaðið hætti aldrei, en verði sameiningartákn, og talandi eða skrifandi sönnun fyrir lífs- krafti Vals sem íþróttafélags, og að bæði félagið og Valsblaðið verði áfram sterkir þættir í starfinu fyrir framgangi íþróttanna til gagns fyrir æskuna og landið sjálft. Ég sendi öllum Valsfélögum mínar beztu kveðjur. ekki beyg af neinum farartálma nema — snjóleysi. . . . Við lögðum því af stað frá Akur- eyri samdægurs sem við komum þangað. Farangri okkar létrnn við aka á vagni, en sjálfir vorum við fótgangandi og var förinni heitið að Saurbæ um kvöldið. . . . Þá er við sátum að kvöldverði, gat séra Gunnar þess, að einmitt þann dag væru liðin tvö ár síðan Stein- grímur læknir Matthíasson hefði gist þar og hefði hann þá ætlað sér að fara á skíðum suður til Reykja- víkur, en orðið að snúa við eftir nolckra daga vegna snjóleysis. Þetta þótti okkur kynleg tilviljim! Skyldi fara eins fyrir okkur? Séra Gunnar leit þó á málið eins og við. Snjóalög hlytu að vera ærin uppi í óbyggð- um, við gætum haldið fram ferð- inni þeirra hluta vegna. . . . Þridjudaginn 17. marz var 3° hiti og útsynnings rigning, svo að við urðum að sitja um kyrrt. En um miðvikudagsmorguninn vormn við vaktir kl. 5.30 og sögð þau tíðindi, að snjóflóð mikið hefði hlaupið yfir Úlfsá, sem er bær í nágrenni við Tjarnir. Spruttum við þá á fætur og klæddumst skjóllega og héldum síðan til Úlfsár. Síðustu þrjár vikur hafði verið sífeildur útsynningur niðri i byggðum, en áköf snjókoma til fjalla, og nú hafði á einhvern hátt losnað um snjódyngjurnar. Við vor- um milli vonar og ótta, þegar við nálguðumst snjóflóðið. Skyldi fólkið vera lifandi? Flóðið var eins og geysilegt hraun, og var oss torsótt yfir það. En er við komum að bæn- um sáum við, að flóðið hafði farið fram hjá bæjarhúsunum, en grafið hesthús og fjárhús undir sér. Bónd- inn og fólk hans var ennþá í fasta svefni, en vaknaði nú við vondan draum. Við tókum þegar að grafa niöur að hesthúsinu og heppnaðist okkur eftir nokkra stund að bjarga öllum hestunum. Erfiðara var að eiga við fjárhúsin. Fanndyngjurnar yfir þeim voru miklu dýpri og eftir þriggja Idukkustunda stritvinnu höfðum við aðeins bjargað einni kind. En nú dreif að múgur og marg- menni úr sveitinni og var verkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.