Valsblaðið - 24.12.1966, Side 42

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 42
40 VALUR Fimmtugur: Egill Kristbjörnsson voru, niður meðfram skiðaförunum milli sleðanna, til þess að þeim fé- lögum gengi betur að rata á mig og sleðana. Loks komu þeir í ljósmál allir þrír í einu eftir 2 klukkutíma fjarveru. Ég varð svo feginn að sjá þá aftur að ég steingleymdi að setja ofan í við Axel, eins og ég hafði þó ætlað mér. Hann hafði hitt á stað, þar sem auðvelt var að komast niður. Hafði hann fyrst farið niður í kleif eina, sem var svo þröng, að hann gat ekki villzt í henni og hafði síð- an haldið áfram langar leiðir, þang- að til hann kom út á sléttu mikla. . . Við komum að Laxárdal kl. 1 y2 um daginn. Við mumrni hafa verið allófrýnilegir sýnum, því að allar skepnur, sem urðu á vegi okkar, hundar, kettir, hænsn og kindur, hlupu undan okkur á harða spretti eins og þær hefðu séð fjandann sjálfan. Það er og sannast að segja, að við vorum ekki vel hreinir, því að matreiðslumaður hafði verið spar á vatnið, og að þvi er ég veit bezt, hafði enginn okkar þvegið sér á leið- inni, enda höfðum við hvergi rekizt á baðhús eða rakarastofu. Meðan við þvoðum okkur og rök- uðum, bar heimilisfólkið súkkulaði, kaffi og heitar pönnukökur á borð. Þær góðgerðir komu okkur, enda átum við og drukkum sleitulaust. Okkur var það nautn eftir 8 daga útilegu að sitja við borð með drif- hvítum dúki og drekka úr hreinum bollrun. Bóndinn í Laxárdal, Högni Guðmundsson, vildi fyrir hvem rnrrn að við hvíldum okkur þar einn eða tvo daga, en við vildum ekki standa við nema 2 tíma og héldum síðan fótgangandi til Birtingaholts. Þetta var þá eftir af okkur eftir 237 km ferðalag! f Birtingaholti skorti ekkert, — þar var eins og við værum komnir á veitingastað af bezta tagi. Það var umm að leggjast í velbúið rúm eftir að hafa sofið 13 nætur í húðfötum. Laugardaginn 28. marz héldum við frá Birtingaholti að Húsatóftum, þaðan í bíl að Kömbum. Síðan fór- um við á skíðum yfir Hellisheiði og náttuðum okkur á Kolviðarhóli. Dag- inn eftir komum við til Reykjavikur úr þessari Bjarmalandsferð. Höfðum við þá farið 334 km. (Á. P. þýddi). Á þessu ári átti einn af hinum gömlu og góðu keppendum í Val fimmtugsafmæli. Hann dró sig að vísu fyrir löngu síðan út úr mesta skarkala félagslífsins, án þess þó að gleyma sínum gamla góða Val eða félögunum frá þeim tíma. Þessi fimmtugi Valsmaður er Egill Kristbjörnsson, sem átti þessi tímamót 24. ágúst s.l. Egill Kristbjörnsson, feröalangur og úti- legumaður á öræfum Islands, lceppandi í knattspyrnu og kunnur að hnyttni í tilsvörum. Yngri menn Vals munu lítið þekkja til ferils hans sem knatt- spyrnumanns, en hann mun hafa keppt fyrir Val í nær 15 ár, og byrjaði í þriðja flokki, og hélt áfram í öðrum og lék um nokkurt skeið í meistaraflokki og var þrisv- ar sinnum fslandsmeistari í knatt- spyrnu, og nokkrum sinnum Reykjavíkurmeistari. Egill var þekktur fyrir sín hnyttnu tilsvör, og var einn þeirra, sem hélt uppi „humor" í liðinu, en Valur átti um allangt skeið því láni að fagna að eiga ágæta „humorista," sem í tíma og ótíma gátu fengið mann- skapinn til þess að skellihlæja, og það jafnvel þó dökkt virtist fram- undan. Þessi eiginleiki Egils og þeirra annarra félaga í liðinu, átti sinn þátt í því að sameina hópinn, og þjappa honum saman. Egill tók þátt í utanferð Vals 1935, og átti um skeið sæti í stjórn Vals, og ann- aðist ýmis störf fyrir félagið. Hann hætti keppni og störfum fyrir Val 1942. Egill unni útilífi og ferðalögum, og hann ásamt fimm öðrum reistu sér lítinn fjallaskála í Bláfjöllum, og mun það vera fyrsti smáskál- inn, sem reistur var hér í skíða- löndum ofan Reykjavíkur. Er hann í 600 m hæð, og báru þeir félagar allt efni í hann á bakinu upp úr Jósefsdalnum. Er það afrek út af fyrir sig, og bendir nafnið til þess að þeim félögum hafi þótt leiðin nokkuð löng, því skálinn var nefnd- ur „Himnaríki." Egill varð ekki síður kunnur fjalla- og ferðamaður en knatt- spyrnumaður, og mun talinn hafa verið einn snjallasti og bezti ferða- maður um fjöll og öræfi Islands, og flestum kunnugri á þeim slóð- um. Hefur hann tekið þátt í fjölda leiðangra um jökla og óbyggðir, með fræðimönnum og leikmönnum, sem rannsakað hafa jökla og eld- fjöll, notið útivistarinnar þar, eða sinnt björgunarstörfum. Valsblaðið hitti Egil að máli í sambandi við afmælið og bað hann að segja örlítið frá ferli sínum í Val, og varð hann við þeirri beiðni. — Það er nú ekki mikið, sem ég hef að segja um knattspyrnuferil minn, en ég man það að ég byrjaði að sparka á Grettisgötunni. Björn Sigurðsson, síðar læknir, og mikill Valsunnandi, skrifaði mig inn í Val. Þarna á Grettisgöt- unni var stofnað knattspyrnufélag, og ég held að allir hafi verið Vals- sinnaðir, og var félagið látið heita Fálkinn, það var svo nærri heiti Vals, að strákunum fannst. Þetta var annars merkilegt félag, það hélt fundi og bókaði það sem fram fór. Uppi á Skólavörðuholti var svæði, sem við höfðum til af- nota og unnum að því að stækka

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.