Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 43

Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 43
VALUR 41 það með því að ryðja grj óti af því. Þetta varð til þess að önnur stráka- félög vildu nota þetta líka og þótti okkur sem við hefðum þarna lítinn frið. Þá er það að forustustrákn- um í félaginu datt í hug að skrifa bæjarstjórninni og fara þess á leit við hana að við mættum nota svæð- ið fyrir okkur. Sá sem gekkst fyrir þessu mun hafa verið Sigurjón Sigurðsson, núverandi lögreglu- stjóri, og mun hann hafa annazt bréfaskriftirnar. Okkur strákunum þótti mikið til þess koma, er við fréttum að Er- lendur Ó. Pétursson, KR, hefði tek- ið kipp þegar hann frétti að öflugt félag væri að rísa upp, og væri far- ið að skrifa bæjarstjórninni um afnot af svæði fyrir knattspyrnu- völl! En það var með þetta strákafé- lag eins og svo mörg önnur að það lifði ekki lengi, og þá fór ég í Val og komst strax í kapplið í 3. flokki. Þá lék ég alltaf í marki. Eitt atvik frá þessum tímum er mér alltaf minnistætt, og gerðist það á litla vellinum við vesturhlið Melavall- arins sem nú er. Hákon nokkur Guðmundsson var þá markmaður í liði Vals, og það vill svo til að hann ver skot, og nær síðan knett- inum og spyrnir af öllu afli, hátt og langt í áttina að marki, ég held það hafi verið KR, sem leikið var við. Markmaðurinn þeim megin sér knöttinn koma svífandi og hleypur á móti honum til þess að taka hann, en áttar sig ekki á því hve hann svífur mikið og hratt, og er of framarlega þegar þeir mæt- ast knötturinn og hann, svo að hann nær aðeins að strjúka knött- inn um leið og hann fer yfir höf- uðið á þessum óheppni markmanni, sem verður að horfa á eftir honum í markið! Þessa munu fá eða engin dæmi hér. Annars var þessi þátttaka mín í knattspyrnunni og félagslífinu ó- gleymanlegar stundir, og ég hef oft verið að hugsa um það hvað maður hefði farið á mis við mikið, ef maður hefði ekki komizt að í félaginu. Æfingarnar í iR-húsinu hjá hon- um Aðalsteini Hallssyni voru eftir- minnilegar. Þar var tekið á og þar var undir- Egill í jöklabúningi sinum. búningurinn undir sumarið fram- kvæmdur, og þar gaf Aðalsteinn ekki eftir, og virtist njóta þess að fylgjast með þjálfun okkar. Eg man eftir því að eitt sinn kom hann með menn til þess að sýna þeim hvernig vel þj álfaðir og harð- skeyttir menn ynnu á æfingum, en eftir því sem mér skildist fékk hann þá ekki til að taka á eins og hann vildi. Þú spyrð um skemmtileg atvik, þetta var allt skemmtilegt og „brandarana" sem oft fuku man ég ekki lengur, lifnuðu á stundinni og dóu um leið og hláturinn, sem þeir vöktu. Það var skemmti- legt að vera með í að vinna þrisvar íslandsmeistaratitil, og einn úr- slitaleikurinn verður mér alltaf minnistæður. Við lékum við Fram og staðan var þannig að Fram dugði jafntefli til að vinna. Þegar liðið er nokkuð langt á úr- slitaleikinn standa leikar 1:1 og það er dæmd vítaspyrna á Val. Ut- litið er ekki gott, en Fram hefur ekki heppnina með sér þennan dag, því sá sem tók spyrnuna skaut framhjá. Þegar spyrnt er frá marki, fæ ég knöttinn svo að segja strax út á kantinn hægra megin, en ég lék þar í fyrsta sinn. Stóð ég heldur illa að knettinum, en geri samt tilraun til að spyrna á mark- ið, með hárri spyrnu. Markmaður Fram hleypur fram til að hand- sama knöttinn, en fer of framar- lega og ber vindurinn hann líka örar af leið, en hann gerði ráð fyr- ir og datt hann niður í markið fyr- ir aftan markmanninn, sem var of seinn aftur. Um þetta mark mitt spunnust hálfgerðar þjóðsögur. — Ein þeirra var þannig, að ég hefði tekið hann ákaflega lystilega á hæl- inn og af mikilli og nákvæmri meiningu skutlað honum í homið. Önnur var sú að ég hefði snúið mér að eigin marki og sparkað allt hvað af tók beint upp í loftið. Þar hefði vindurinn tekið hann mjög faglega og borið hann inn í markið með yfirnáttúrlegum hætti. Fleiri útgáfur voru af marki þessu, en svo mikið var víst að knötturinn fór í markið, og það gaf okkur sigur og Islandsmeist- aratitil. Eg var nú svo heppinn að skora hitt markið líka, en þar kom ekk- ert yfirnáttúrlegt fyrir, og endaði leikurinn 2:1. Eftir að ég hætti knattspyrnunni tóku f jall- og skíðaferðir hug minn allan, og margar góðar og skemmti- legar endurminningar frá ferðum um óbyggðir Islands. Það er erfitt að segja hver þeirra er skemmti- legust og viðburðaríkust, þó er það björgunarstarfið í sambandi við Geysis-slysið á Vatnajökli, sem kemur fyrst fram í hugann, en ég var meðal þeirra, sem tóku þátt í því að bjarga björgunarflugvél- inni af Vatnajökli. Hjörgunaræfiiitýrl á Vatnajöbll. Þegar Egill var spurður um það hvað hann hefði að segja um björg- un bandarísku björgunarflugvélar- innar af Vatnajökli, rétti hann okkur lítið hefti í stóru broti, og á forsíðunni stóð: — „Særtryk av Norsk Polar-Tidende, Polarár- boken 1951.“ 1 hefti þessu segir Árni G. Ey- lands frá „Geysisslysinu,“ og er þar kafli um björgun flugvélar- innar, sem legið hafði á Vatnajökli veturlangt. Egill Kristbjörnsson var leiðangursstjóri og þar sem frásögnin er bæði spennandi og skemmtileg, og þar sem hann kom svo þægilega þar við sögu, verður þessi kafli tekinn hér upp í laus- legri þýðingu, örlítið styttur. Þess má þó geta í fáum orðum fyrst, að „Geysir,“ flugvél Loft- leiða týndist á Vatnajökli 14. sept. 1950. Fannst flakið af flugvélinni eftir fjóra daga, og voru þá allir á lífi af áhöfn vélarinnar, og tókst

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.