Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 50
48
VALUR
netið hjá Reykjavíkur, og hér um
bil út í port...
.... Tveim mínútum síðar
skildi enginn í því hvernig
„Bennó“ (Ben. G. Wáge) fór að
því að koma knettinum í mark hjá
AB, en öllum þótti gott og urðu
ánægðir.
Vísir, miðvikudaginn 13. ágúst
1919:
Knattspyrnan. Úrvalsliðið vinnur
með 4:1.
Harðsperrur á Vellinum.
.... Margt fer öðruvísi en ætl-
að er, og svo var um leikinn í gær-
kveldi. — Knattspyrnumenn okkar
léku í gærkveldi svo vel að þeir
hafa ekki gert í annað skipti betur.
.. ..Tryggvi (Magnússon) gekk
meiri berserksgang en hægt er að
búast við af jafnsmávöxnum
manni, og varð hann átrúnaðar-
goð áhorfenda. Pétur Sigurðsson
(Háskólaritari fyrv.) skipti um
ham áður en hann fór á sviðið á
sunnudaginn var og í sama hamn-
um var hann í gærkveldi, og munu
allir óska að hann fari aldrei úr
honum framar.
.... Og Stefán Ólafsson (mark-
vörður) gerði mörg tákn og stór-
merki, og mun óefað hafa aflað sér
vinfengis áhorfenda.....Ótalið
er ennþá það sem mestu réði um
úrslit leiksins og heita það harða-
sperrur. Svo var mál með vexti að
Heimboðsnefndin sá eina ráðið til
þess að AB gæti fengið slæma út-
reið var það að fara með Danina í
„útreiðatúr."
Þetta hreif í fyrrakvöld, þegar
þeir komu úr Firðinum, voru þeir
allir liðamótalausir um hnén, og
það sem snert hafði hnakkinn, eins
og glóandi eldhaf. Liðamótin voru
ekki fundin og eldurinn ekki
slokknaður í gærkveldi, og undir
þeim kringumstæðum er ekki gott
að sparka knetti....
í þessum gömlu blaðaúrklippum
er margt skemmtilegt að lesa sem
því miður er ekki rúm fyrir í Vals-
blaðinu að þessu sinni.
Þó er gaman að geta fyrsta úr-
valsliðsins sem valið var til að
mæta erlendu liði og með nokkrum
rétti má kalla fyrsta „landslið Is-
lands“ þótt ekki hafi verið um
landsleik að ræða heldur sterkasta
liðið sem völ var á þá.
Lið þetta og leikstaða er birt á
forsíðu Vísis 12. ágúst 1919 og
var það þannig skipað: Stefán Ól-
afsson Val. Pétur Sigurðsson
Fram, Gísli Pálsson Fram, Magn-
ús Guðbrandsson Val. Tryggvi
Magnússon Fram, Óskar Norð-
mann Víking, Ósvald Knudsen
Fram, Róbert Hansen KR, F.
Thorsteinsson Fram, Páll Andrés-
son Víking, Kristján Gestsson KR.
Dómari í leiknum var Ben. G.
Wáge.
Vísir 6. og 9. júní 1923.
1 gærkvöldi kepptu Fram og Val-
ur og urðu úrslitin þau að Fram
vann með 3:2. — Það hefur vakið
sérstaka athygli að Valur tekur
nú þátt í fyrsta flokks kappmóti
eftir margra ára hvíld. Er það
gleðilegt að hinir ungu menn sem
félagið hefur sent út á völlinn
reynast að vera leiknir og vaskir
vel. Hafa þeir reynzt Fram og KR
þungir í skauti.
F. H.
„Valur“ 25. tbl.
MeS þessu tölubláði verÖur örlítiö
breytt til um heiti félagsbláSs Vals,
og það látiS heita „VALUR“.
Sigfús Halldórsson hreyfSi þessu
fyrst og áSrir komu á eftir meS sömu
hugmynd. Vonandi fellur Valsmönn-
um þessi breyting vel í géS.
Þetta blaS verSur afmœlis- og jóla-
blað, og ber ekki síður keim af af-
mœlisblaði, þar sem svolítið er reynt
að grafa upp frá gömlum tímum at-
vik og frásagnir. Auk þess hefur ver-
ið meira rabbaS viS eldri menn, en
yngra fólkinu gefiS meira frí áS
þessu sinni.
Ritstjórn blaðsins óskar öllum
Valsrnönnum og lesendum bláSsins
GLEÐILEGRA JÓLA!
Skipun aðalstjórnar Vals
1961-1966.
1961:
Sveinn Zoega formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaður.
Einar Bjömsson ritari.
Páll Guðnason gjaldkeri.
Valgeir Ársælsson bréfritari.
1962:
Sveinn Zoega formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaðm-.
Páll Guðnason gjaldkeri.
Einar Bjömsson ritari.
Matthías Hjartarson bréfritari.
1963:
Páll Guðnason formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaður.
Einar Bjömsson ritari.
Orrnar Skeggjason gjaldkeri.
Geir Guðmundsson bréfritari.
1964:
Páll Guðnason formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaður.
Einar Björnsson ritari.
Þórður Þorkelsson gjaldkeri.
Ormar Skeggjason bréfritari.
1965:
Páll Guðnason formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaður.
Einar Björnsson ritari.
Þórður Þorkelsson gjaldkeri.
Friðjón Friðjónsson bréfritari.
1966:
Páll Guðnason formaður.
Gunnar Vagnsson varaformaður.
Einar Bjömsson ritari.
Þórðixr Þorkelsson gjaldkeri.
Friðjón Friðjónsson bréfritari.
Bjöm Carlsson formaður ICnatt-
spymudeildar.
Þórarinn Eyþórsson formaður
Handknattleiksdeildar.