Valsblaðið - 24.12.1966, Page 53
VALUR
51
enginn hvalreki fyrir neitt félag.
Hinsvegar hugði ég gott til að vera
í íþróttafélagi, og dvöl mín í Val
varð mér sannarlega engin von-
brigði.
Rétt um þessar mundir fluttist
ég alfarinn til Reykjavíkur aftur
og áhuginn fyrir Val tók hug minn
allan. Þar kynntist ég miklum
samhug og félagsanda, sem var
hreint til fyrirmyndar. Axel Gunn-
arsson var lífið og sálin í félags-
málunum. Verzlunin var fundar-
staður Valsmanna, þar var komið
saman og rabbað, og heimili Axels
var einnig oft undarlegt, t.d. þeg-
ar verið var að undirbúa hluta-
veltur og önnur stórmál.
Þarna kynntist ég mörgum góð-
um félaga, og má þar nefna auk
Axels þá bræður Jón, Ámunda og
Ólaf Sigurðssyni, Halldór Árna-
son, Snorra Jónsson og marga
aðra. Eg æfði alltaf með, og hafði
gaman af, þótt ég vissi það að ég
gæti aldrei orðið knattspyrnumað-
ur. Eftir æfingarnar hljóp ég allt-
af nokkra hringi á vellinum. Eitt
af þeim störfum, sem ég annaðist
um alllangt skeið, að sjá um knett-
ina, ég bjó í Hellusundi, stutt frá
Vellinum, og þótti tilvalið að ég
annaðist þetta. Fór ég með knetti
í strigapoka á bakinu suður á völl
þegar æfingar voru. Minnistætt er
mér líka sumarið 1929 þegar ég
féllst á það að taka að méraðþjálfa
þriðjaflokksdrengina. Þarna voru
samankomnir prýðisdrengir, sem
héldu vel saman, og sumir þeirra
áttu eftir að gera garðinn frægan
með góðum leik. Æfingarnar fóru
fram á gamla íþróttavellinum, þar
sem bæjarhúsin eru nú við Hring-
braut. Eg og við vorum heppnir,
því flokkurinn vann þetta sumar
fyrsta þriðjaflokks mótið í sögu
félagsins. Eg gleymi ekki úrslita-
leiknum, eiginlega varð ég mér til
skammar, því ég þaut fram og
aftur með línunni eftir því sem
knötturinn gekk og var fólkið far-
ið að horfa meira á mig en leik-
mennina! Ég lét mér þetta að kenn-
ingu verða, og hef tamið mér að
vera stilltari við leiki síðan.
Við héldum mjög vel saman og
þó ég væri mun eldri en drengirn-
ir, vorum við oft saman í bíó og
víðar. Og þegar ég renni hugan-
Hver er
VAL5MAÐURINN?
Þeir eru of margir í hinum ýmsu
íþróttafélögum, sem yfirgefa starf-
semi þeirra að fullu og öllu, er
þeir hætta iðkun íþrótta. Þannig
missa félögin of oft af góðum og
gegnum starfskröftum með marg-
þætta reynslu að baki, bæði íþrótta-
legri og félagslegri.
I þessu tilviki getur þó Valur
allvel við unað sínum hlut, því
margt dugandi kvenna og manna
á sviði íþróttastarfs félagsins, hafa
haldið fullri tryggð við það, þó
látið hafi af íþróttaiðkunum með
keppni fyrir augum, en látið félag-
ið njóta starfskrafta sinna og
margþættrar reynslu á hinu fé-
lagslega sviði.
Einn í hópi slíkra félagsmanna,
er Þórður Þorkelsson endurskoð-
andi. Þórður er Reykvíkingur,
fæddur hér í borg hinn 20. febrúar
1925. Kornungur að aldri fékk
hann áhuga fyrir íþróttastarfinu.
um til þessara gömlu góðu ára,
finn ég að ég hef átt margar á-
ánægjustundir í Val.
Eins og ég gat um áðan hljóp ég
alltaf eftir æfingarnar, og eitt
sinn er Jens Guðbjörnsson þar
staddur, og spyr mig hvort ég vilji
ekki vera með í innanfélagsmóti
hjá Ármanni, og varð það úr, og
þar með má segja að teningnum
hafi fyrir alvöru verið kastað, þar
hef ég hlaupið síðan og starfað,
en alltaf sami Valsmaðurinn.
Að lokum vil ég óska Val allra
heilla á komandi tímum, og vona
að þeir standi sig betur á komandi
árum, en á þeim síðustu, þó vel
hafi oft gengið.
Allir Valsmenn árna Jóhanni
heilla í tilefni af þessum merku
tímamótum í ævi hans og þakka
störf hans á löngu liðnum árum,
og fram til þessa dags.
F. H.
Þórður Þorkelsson.
Gerðist hann félagi í Val aðeins 8
ára gamall, eða árið 1933. Hóf
Þórður knattspyrnuiðkanir hjá
Murdo hinum brezka, sem um ái*a-
bil var þjálfari Vals. Voru æfing-
ar þá á Haukalandsvelli. Lék Þórð-
ur svo í öllum yngri flokkunum
jafnskjótt og hann hafði aldur til,
og auk þess, er tímar liðu, í 1.
flokki og var þar fyrirliði. Stund-
aði Þórður æfingar af kappi og
samvizkusemi allt þar til árið 1947
að hann „fór á síld“, kom þá aftur-
kippur úr því í æfingasóknina,
þar sem hann eftir síldarvertíðina
stundaði þá vinnu, sem gerði hon-
um ekki mögulegt að sækja æfing-
ar með sama hætti og áður. Lagði
þá Þórður knattspyrnuskóna á
hilluna, og leit svo út sem frekari
íþróttasókn hans væri lokið. En
það átti eftir að sýna sig að hér
var aðeins um upphaf starfsins að
ræða hjá Þórði fyrir Val. Það var
Geir Guðmundsson sem átti sinn
drjúga þátt í því að tryggja starfs-
sögu Þórðar fyrir Val og það allt
fram á þenna dag. Hann fékk
Þórð til að snúa sér að handbolt-
anum, sem þá átti og á, miklu og
vaxandi fylgi að fagna innan Vals.
Geir rakst á Þórð á götu og bað
hann að hlaupa í skarðið fyrir
pilt, sem vantaði í II. fl. lið, sem
keppa átti í Iþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar. Þórður kom og hand-
bolta-bakterían greip hann og yfir-
gaf hann ekki eftir það.